Fallegasta fiskabúr ársins

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Fallegasta fiskabúr ársins

Post by Vargur »

Þá er komið að því sem ég og fleiri ræddum um í sumar.
Keppni um hver á fallegasta fiskabúrið.

Þeir sem vilja taka þátt skulu senda heildarmynd af búrinu sínu og 1-2 myndir sem sýna þemað í búrinu.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir 3 fallegustu búrin.
Sennilega mun svo dómnefnd velja fallegustu búrin en fyrirkomulagið er mun vera ákveðið á næstu dögum í samráði við þá sem gefa verðlaunin.
Þetta kemur betur í ljós á næstu dögum en ég vildi endilega koma þessu af stað sem fyrst þannig fólk geti farið að undirbúa sig.

Reglur um þátttöku.
Hver skráður spjallverji má senda mynd einu eða fleiri búrum í sinni eigu.
Senda skal heildarmynd af búrinu ásamt 1-2 myndum sem sýna þemað í búrinu.

Heimilt er að fá annan aðila til að sjá um myndatökuna en myndirnar þurfa allar að hafa verið teknar á þessu ári.

Myndir skal senda með tölvupósti á fiskaspjall@gmail.com eða til mín með einkapósti hér á spjallinu og skal pósturinn hafa titilinn Fallegasta búrið, staðfesting á móttöku verður send til baka.

Þeir aðilar sem gefa verðlaunin munu hugsanlega nota verðlaunamyndirnar til kynningar en myndin verður eign keppenda.

Skilafrestur er til 15. desember.
Last edited by Vargur on 11 Jan 2008, 20:05, edited 1 time in total.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Er einhver að spá í þessu?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jájá amk ég...
nægur tími til að gera búrin sín fín, engar afsakanir :mrgreen:
-Andri
695-4495

Image
Delux
Posts: 17
Joined: 13 Oct 2007, 20:26

Post by Delux »

Spennandi 8)
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

það hljómar afur spennandi :)
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Já væri gaman að vera með en humm... er ekki með myndavél sem er að gera stóra hluti.
Og dálítið dýrt að fara að fá ljósmyndara :P
Vantar ekki dómara :roll:
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

þarf þetta að ver eitthvað flókið og dýrt eða bara flottlega skreytt ?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

lilja karen wrote:þarf þetta að ver eitthvað flókið og dýrt eða bara flottlega skreytt ?
Ha !? Þetta þarf ekki að vera neitt annað en fallegt fiskabúr, þetta er nú sett upp á frekar auðskilin máta hér að ofan.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

ég ætla að vera með..
bara á eftir að taka góðar myndir af búrinu í heild sinni...
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

fæ kanski minn store bro i heimsókn með super myndavela dótið sitt :twisted:
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

ulli wrote:fæ kanski minn store bro i heimsókn með super myndavela dótið sitt :twisted:
:lol: var eimitt að hugsa það sama með bestuna mína,
wait? þyrfti kanski að eiga búr til að taka mynd af fyrst
:boxa:
Image
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

:lol:
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

verða enginn skammaverðlaun?? ég ætti kannski möguleika á þeim :)
User avatar
naggur
Posts: 494
Joined: 29 Aug 2007, 21:05
Contact:

Post by naggur »

jinx! u wish ef einhver ætti að fá skammarverðlaun þá væri það ég fyrir leti við að hehehehememmmmmmmmmmm og að gera ekkert í því
german blue ram (4 stk.)
tetrurnar 11
taugaveiklaði perlugúraminn
gullrún gúrami
já og síkliðan sem ég hélt að væri dauð :) sem er núna DAUÐ
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja nú fer að styttast í þetta :P eru ekki allir að taka myndir af búrunum sínum?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Neibb engin mynd komin frá mér ennþá...


Er ekki svolítið sniðugt að skipta þessu uppí flokka? Eitt kannski aðal búr, en svo undirbúr, t.d. amerískar og afrískar síkliður, community, oddballs, plöntur og eitthvað svona... Kannski hvetur fólk til að taka þátt, meiri líkur á að maður geti fengið einhverja smá viðurkenningu þá allavega :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

þarf þetta að vera rosaflott og dýrt eða..?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

lilja karen wrote:þarf þetta að vera rosaflott og dýrt eða..?
Vargur wrote:
lilja karen wrote:þarf þetta að ver eitthvað flókið og dýrt eða bara flottlega skreytt ?
Ha !? Þetta þarf ekki að vera neitt annað en fallegt fiskabúr, þetta er nú sett upp á frekar auðskilin máta hér að ofan.
Er þetta ekkert að ná í gegn, þetta má vera hvað sem er, eina atriðið er að þetta sé fallegt fiskabúr.
Dómnefnd velur svo fallegasta búrið.
User avatar
pípó
Posts: 1172
Joined: 05 Apr 2007, 09:28

Post by pípó »

Vargur wrote:
lilja karen wrote:þarf þetta að vera rosaflott og dýrt eða..?
Vargur wrote:
lilja karen wrote:þarf þetta að ver eitthvað flókið og dýrt eða bara flottlega skreytt ?
Ha !? Þetta þarf ekki að vera neitt annað en fallegt fiskabúr, þetta er nú sett upp á frekar auðskilin máta hér að ofan.
Er þetta ekkert að ná í gegn, þetta má vera hvað sem er, eina atriðið er að þetta sé fallegt fiskabúr.
Dómnefnd velur svo fallegasta búrið.
User avatar
lilja karen
Posts: 536
Joined: 14 Oct 2007, 21:21
Location: Akureyri. 17 ára

Post by lilja karen »

haha :oops: :oops: :oops: :oops:
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jæja núna er spennandi að sjá hvernig þáttakan var :-)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

ohh lúði ég!.. missti af þessu!
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þátttakan var skammarleg, kannski hefði þurft að vera meiri fyrirvari :roll:
Nú þarf ég að ræða við sponsorinn og sá hvert framhaldið verður.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Það hefði nú verið sterkur leikur að skella inn lokainnkalli á myndir :oops:
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég steingleymdi þessu...

Gæti svosem reddað mynd ef það er opið fyrir þetta á morgun líka.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég er að spá í hvort maður eigi að framlengja frestinn fyrir ykkur letihaugana, ég veit varla. Gefum þessu séns til 5. janúar. Það ætti að duga öllum.
Þeim sem eru búnir að senda er þá velkomið að senda aftur ef þeir vilja betrumbæta eitthvað.
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

ohh þú ert svo góður við okkur slugsana...

Kannski að ég taki mig saman í andlitinu og noti þetta "Drasl" sem ég er með hérna í láni... :wink: og taki myndir!
User avatar
Brynja
Posts: 1507
Joined: 04 Nov 2007, 20:36
Location: Fædd:1980

Post by Brynja »

sjæse... það er aftur að koma lokadagur...
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Eins og með svo margt annað, þá var ég búinn að steingleyma þessu :D
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

enn tæp vika eftir, hvaða volæði er þetta í ykkur! drífa sig að taka myndir og vera með :-)
-Andri
695-4495

Image
Post Reply