Plönturnar eiga að vera fínar og flottar,
en á einhverjum tímapunkti geta þær orðið linar
og verða að einhverri plöntu drullu (s.s bráðna) yfirleitt byrjað það efst og færist svo neðar.
Gerist út af ójafnvægi í sýrustiginu.
T.d eftir vatnsskipti eða þegar planta er færð
yfir í nýtt búr.
Veit ekki hvort það sé það sem er að gerast hjá þér
en ég hef átt þessa plöntu nokkrum sinnum
og þetta hefur alltaf gerst með þessa.
En það á að þrífa dæluna/svampana með volgu vatni,
(jafn heitt og það er í búrinu)
ekki með köldu vatni.
Skiptiru um svampa í hvert skipti sem þú þrífur dæluna?
Hvernig dæla er þetta annars?
Ef þetta er tunnudæla með svömpum og það eru nokkrir grænir/bláir svampar
í henni og kannski einn hvítur þunnur efst, þá er í lagi að skipta um hann,
en það þarf ekki að skipta um hina nema ef þeir byrji að eyðileggjast.
Getur síðan notað þennan hvíta 1-3 sinnum, bara þrífa hann undir volgu vatni.
Maður getur líka notað heitt og kalt vatn (s.s volgt vatn) í búrin sín,
hvort sem maður býr á suðurnesjunum eða ekki
