Er með 570 L akvastabil fiskabúr. Búrið er frekar gamalt ég keypti það notað og er ekki viss um hvað það er gamalt. Það er búið að þétta það upp á nýtt með siliconi.
Það var einnig búið að bora botninn út til þess að vera með sump undir því þegar það var notað sem sjávarbúr en ég lokaði því aftur með gleri og siliconi þar sem ég vildi bara nota það sem ferskvatns. Búrið er aðeins rispað en það kemur ekki mikið að sök.
Lýsingin í búrinu er LED lengja sem ég keypti hjá LED lýsingu og kemur mjög vel út. Hún hentar þó ekki vel til að vera með gróður í búrinu. Hún liggur þó eins og er ofan á glerplötum en lítið mál að smíða lok og líma lengjuna upp í það þar sem hún er vatnsheld.
Hreinsibúnaðurinn fluval fx5 tunnudæla notuð í ca 2 ár og í fínu standi eftir minni bestu vitund.
Í búrinu er svo kastali, tveir "steinar" og einhverskonar kúla sem er allt holt að innan og nýtist því vel sem felustaðir fyrir sikilíður. Mjög mikið af grófum dökkum sandi í botninum.
Búrið stendur á akvastabil grind sem er búið að klæða með timbri. Grindin nýtist svo sem skápur fyrir allt fiskadótið
Íbúarnir eru einnig falir en þeir eru:
5 jack dempsey
4 convict
2 jewel cichlid
Verðhugmynd fyrir allan pakkann 60 þúsund
Búrið -- lýsingin er ekki svona björt hún bara myndast svona
skáparnir opnir
TS 570 L búr með öllu
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli