Tók eftir því seinast þegar ég var að þrífa búrið mitt að það er aragrúi af pinkulitlum hoppandi pöddum á yfirborðinu á vatninu.
Sýnist þær vera brúnar eða rauðar á litinn og hoppa alveg nokkra cm upp í loftið.
Grunaði að þetta væru einhverskonar flær... hef bara aldrei heyrt um þetta áður.
Ég er nú með fullt af litlum Yellow lab sem eru búnir að vera að alast upp í búrinu, þeir virðast ekki éta þetta...
Veistu um einhverja fiska sem myndu passa í malawi búr og hefðu mögulega lyst á þessari óværu?
Ryksuga þetta bara upp þegar þær hoppa, bara passa að taka ekki vatnið með , nema að þú átt ryksugu sem þolir vatn sem er mjög henntugt fyrir alla firskabúrs unnendur
P.s. gætir líka notað svona seiða háf (þessir hvítu úr micro fiber) þær sleppa ekki í gegnum þann háf