í gær þá var convict parið mitt á fullu að grafa holu undir stein og voru komin nokkuð djúpt þegar að ég fór að hafa áhyggjur að steininn myndi bara detta á þau eða á glerið en svo í morgun þá var búið að hrigna á steininn og eru á fullu að passa hrognin sínu núna... en hvað er langt í að það koma syndandi seiði ? og á maður þá að gefa þeim strax fóður ? og hvernig fóður ?
svo ætla ég að koma með myndir:
á fullu að grafa:
komin hrogn:
convict
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
núna eru hrognin alltaf að fækka þau er mjög fá núna meða við fjöldann fyrst og þau eru ennþá að grafa undan hinum steininum þótt að þau séu með hrogn á allt öðrum steini (er þetta eitthvað eðlilegt að hrognin fækka alltaf svona mikið í fyrsta sinn hjá þeim?) mér finst bara eins og að þau eru að éta þau, kerlingin tínir þau af steininum og fer undir steinin og kemur aftur en tekur alltaf bara hvít hrogn( hluti af þeim eru hvít og allt hitt grátt)
svo er að koma hvítblettaveiki í búrið má alveg henda meðali í búrið þótt að það séu hrogn?
svo er að koma hvítblettaveiki í búrið má alveg henda meðali í búrið þótt að það séu hrogn?
öll hrognin eru farin þar sem að allt í einu tóku þau ákvörðun að koma undan steininum og nenntu bara ekki að sinna þessu meir fóru allavega ekki undir aftur svo um leið og þau fóru undan steininum þá kom synspilurinn undir og ef að það var eitthvað eftir þá er hann allavega búin að éta allt en þegar að convict kellingin kom undan var hún mjög illa farin bæði eftir að grafa og hvítblettaveiki og eitthvað annað sem að ég skil ekki, en ég var að pæla hvort að ég ætti að láta hana í annað bur það er ekki nema 30 L sem er laust núna en hvort að ég ætti bara láta þetta þróast hvernig þetta fer, það sést ekkert á convict kallinum ekki einu sinni hvítblettaveikin.
Ég var að lenda í því með convict parið mitt núna í gær að það væru komin einhver ósætti á milli þeirra. Ég vona að það sé ekki mér að kenna, tók soldið mikið af seyðum af þeim síðast. Karlinn er kannski ekki beint að reka kerlinguna í burtu, en hann svona... gerir sig breyðann á meðan hann syndir á eftir henni og alveg upp við hana. Hún fer yfirleitt bara eitthvað í burtu...