Einn saulosi-inn minn er mikið bara við hitarann og lætur lítið fyrir sér fara. Oft finn ég hann bara alls ekki og ef ég sé hann þá liggur hann á botninum og hreyfir sig lítið. Hann hefur ekkert étið í 2 daga. Er þetta ekki merki um að hann sé eitthvað lasinn?
Hann er ekki með svons hvítt eins og hinn
Takk fyrir svarið en þetta er pottþétt ekki kerling því fiskurinn er orðinn slatti blár/svartur. Hefur eflaust áhrif að ég held að allir saulosi-arnir séu kallar. Er með 4, er það ekki slæm blanda að hafa 4 kalla og enga kellu?
En ég prufa að bæta við felustöðum þó það sé alveg slatti af þeim í búrinu
Já, en nú eru þeir bara 3. Fann hinn ekkert í dag en núna þegar ég kom heim lá hann dauður á botninum.
Er að skipta út vatni og ætla aðeins að endurraða grjótinu og vona að fleiri fiskar drepist ekki í bráð. Nóg að missa 2 út af óútskýranlegum orsökum á nokkrum dögum