Að koma upp einföldu búri
Posted: 03 Jul 2012, 12:22
Heil og sæl,
Mig langar að koma upp temmilega einföldu saltvatnsbúri. Eftir að hafa lörkað alla þræðina hérna, þá sýnist mér 30L búrið sem Keli nokkur hélt vera næst því sem ég hafði hugsað mér að koma mér upp.
Þó ég myndi kannski fremur hafa það stærra, þó ekki nema kannski í mesta lagi 200L þar sem ég verð mögulega bara ár í viðbót hérna á klakanum.
Gætuð þið verið svo vænir að benda mér á góðar leiðbeiningar fyrir saltvatnsfiskabúrahald? Ég hef enga reynslu af þannig eldi, svo ég vil ekki taka mér eitthvað fyrir hendur sem ég ræð ekki við. Var að vonast til að geta ræktað svepi, kóralla (Alí kórall ) og einhver krúttleg lindýr. Þá að hafa einungis einhverjar rækjur, krbba og kannski örfáa notendavæna fiska af minni gerðinni.
Ég er mest að velta fyrir mér hvort það sé ekki möst að hafa svokallaðan sump, og hvort það sé ekki hægt að smíða einn svoleiðis úr kannski 40L búri. Er samt ekki best að leiða yfirfallið beint niður bornplötuna og hversu mikið mál sé að sníða hana til þannig. Lýst betur á það heldur en að taka rörin eitthvað útfyrir (augljóst Murhpy's law).
Ég var soldið í ferskvatninu fyrir nokkrum árum og hélt 75L búr með pictusum lengi, svo eitthvað gotfiskafikt og svona þar á undan. Ég er mest að spá í hvað væri hagkvæm leið til þess að koma upp sómasamlegu saltvatnsbúri, þar sem ég get ræktað fallega steina. Þið þekkið greinilega til vhernig á að koma upp flottum búrum, en ég verð víst ekkert sérstaklega grand á því bili, en ég vil fotvitnast hver sé besta leiðin til að koma upp góðu búri (þó þið vilduð örugglega hafa það stærra til að fá jafnari skapgerð í vatnsgæðin) án þess að leggja einhvern óheyrilegan kostnað í það; en þetta yrði það að vera gott ef maður ætlar útí þetta yfir höfuð.
Annars bara námsmaður í sumarvinnu út á landi í myrkviðum hins opinbera. Kem í ágúst í bæinn og fer að grægja þetta, hlakka til að kynnast ykkur betur.
mbkv,
Alíkórall
Mig langar að koma upp temmilega einföldu saltvatnsbúri. Eftir að hafa lörkað alla þræðina hérna, þá sýnist mér 30L búrið sem Keli nokkur hélt vera næst því sem ég hafði hugsað mér að koma mér upp.
Þó ég myndi kannski fremur hafa það stærra, þó ekki nema kannski í mesta lagi 200L þar sem ég verð mögulega bara ár í viðbót hérna á klakanum.
Gætuð þið verið svo vænir að benda mér á góðar leiðbeiningar fyrir saltvatnsfiskabúrahald? Ég hef enga reynslu af þannig eldi, svo ég vil ekki taka mér eitthvað fyrir hendur sem ég ræð ekki við. Var að vonast til að geta ræktað svepi, kóralla (Alí kórall ) og einhver krúttleg lindýr. Þá að hafa einungis einhverjar rækjur, krbba og kannski örfáa notendavæna fiska af minni gerðinni.
Ég er mest að velta fyrir mér hvort það sé ekki möst að hafa svokallaðan sump, og hvort það sé ekki hægt að smíða einn svoleiðis úr kannski 40L búri. Er samt ekki best að leiða yfirfallið beint niður bornplötuna og hversu mikið mál sé að sníða hana til þannig. Lýst betur á það heldur en að taka rörin eitthvað útfyrir (augljóst Murhpy's law).
Ég var soldið í ferskvatninu fyrir nokkrum árum og hélt 75L búr með pictusum lengi, svo eitthvað gotfiskafikt og svona þar á undan. Ég er mest að spá í hvað væri hagkvæm leið til þess að koma upp sómasamlegu saltvatnsbúri, þar sem ég get ræktað fallega steina. Þið þekkið greinilega til vhernig á að koma upp flottum búrum, en ég verð víst ekkert sérstaklega grand á því bili, en ég vil fotvitnast hver sé besta leiðin til að koma upp góðu búri (þó þið vilduð örugglega hafa það stærra til að fá jafnari skapgerð í vatnsgæðin) án þess að leggja einhvern óheyrilegan kostnað í það; en þetta yrði það að vera gott ef maður ætlar útí þetta yfir höfuð.
Annars bara námsmaður í sumarvinnu út á landi í myrkviðum hins opinbera. Kem í ágúst í bæinn og fer að grægja þetta, hlakka til að kynnast ykkur betur.
mbkv,
Alíkórall