Ég er með 200 lítra fiskabúr og ég vil að það verði svo létt að það svífi. 200 lítrar af vatni eru 200kg.
Ég veit að með því að setja gas í blöðru þá getur hún orðið léttari en loftið í kringum sig og jafnvel lyft hlutum sem festir eru í hana. Nú ætla ég að gera það sama við fiskabúrið nema hvað ég lími frauðplast í búrið, því ég veit að það lyftist upp úr vatninu, það er jú léttara en vatn. Til einföldunar sleppum við þyngdinni á gleri og öðru í búrinu.
Hvað þarf ég þá mikið af frauðplasti í búrið svo að það geti svifið?