Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Hér getur þú auglýst til sölu eða óskað eftir fiskum og fiskavörum

Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
GJÓ
Posts: 6
Joined: 06 Oct 2012, 16:04
Location: Sandgerði.

Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Post by GJÓ »

Er að athuga hvort svo ólíklega vilji til að einhver hafi til sölu eða gæti hugsað sér að selja eftirfarandi : Eheim 1262 dælu: Deltec calcium reactor Pf 601: Tunze Doc skimmer 9415 eða Deltec sc 2060 skimmer.
Endilega hafið samband í einkaskilaboðum ef þið eigið eitthvað af þessu og gætuð hugsað ykkur að selja.

Er að setja upp 1200 l búr og rýmka þannig um í hinu búrinu mínu sem er orðið vægast sagt fullt af sps kóröllum.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Post by ulli »

Kanski að þeir í Dýragarðinum eigi eitthvað handa þér.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Post by Squinchy »

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=13970

Þessi er til sölu ef þú hefur áhuga
Kv. Jökull
Dyralif.is
GJÓ
Posts: 6
Joined: 06 Oct 2012, 16:04
Location: Sandgerði.

Re: Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Post by GJÓ »

Þakka ykkur fyrir svörin en ég er svona allavega fyrsta fallið að leita að þeim tækjum sem ég nefndi. Þetta snýst aðallega um air ratio og hávaðamengun en báðir þessir sem ég nefndi eru innan þeirra marka sem ég set mér í þeim málum.
Ulli : Var búinn að kíkja í dýragarðinn.
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Post by DNA »

Eheim dælur hafa orð á sér að vera þöglar en í 1262 er 50Hz bassatónn sem erfitt er að dempa.
Þetta er öflug dæla svo ekki er hægt að gera kröfur um algjöra þögn.

Ég heyrði einhvern dásama Tunze um daginn þannig að það mætti svo sem athuga þær.

Held að þér ætti að vera óhætt að panta þessar græjur að utan.
Gott val en fáir myndu sleppa takinu á þessu ef þeir hefðu það.
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Re: Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Post by ulli »

Aquamedic ocean runner línan er nánast hljóðlaus.
Bestu dælur sem ég hef komist í tæri við
GJÓ
Posts: 6
Joined: 06 Oct 2012, 16:04
Location: Sandgerði.

Re: Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Post by GJÓ »

Það er mikið rétt DNA að ekki er hægt að gera kröfur um algjöra þögn með þessari Eheim 1262 en þar sem verið er að setja upp búr að nýju og öllum þessum árum ríkari af reynslu þá verður leitast eftir því að gera hlutina nákvæmlega eins og maður vill hafa þá en reynsluleysið leyfði ekki þegar hafist var handa í upphafi ferilsins. Ég ætla að leitast eftir því að lágmarka hljóðmengun en vera með að sama skapi góð tæki.

Bjartsýnin var höfð að leiðarljósi þegar ákveðið var að auglýsa eftir þessu tækjum hérna inni þar sem allt eru þetta ný eða nýleg tæki og hefði tækifærið legið helst í því að einhver hefði gefist upp við að starta búri en átt allt til þess, þannig að þetta var eiginlega skot í myrkri.

Það er þegar komið í ferli að panta þetta að utan.

Takk fyrir viðbrögðin.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Re: Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Post by Squinchy »

Endilega posta myndum af ferlinu eða ertu kannski frekar að posta á erlendum forums ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
DNA
Posts: 161
Joined: 19 Feb 2010, 23:44
Contact:

Re: Óska eftir græjum í sjávarbúr.

Post by DNA »

Annars er ég að nota nokkurnveginn það sem þú ert að leita að.

Eheim 1260 & 1262
Deltec 2560.
Deltec PF601S.

Sá ekki eftir aurnum í þetta.
Post Reply