Costía? Hjálp!

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

Costía? Hjálp!

Post by voffi.is »

Komið þið sæl!
Ég er að dunda mér við að rækta gúbbýfiska, svona í frekar smáum stíl mér fyrst og fremst til ánægju. Ég er hins vegar að glíma við einhvern sjúkdóm sem er að drepa fiskana mína og leggst sérstaklega á seiðin. Einkennin eru: Fiskurinn verður sljór og hættir að nærast, sporðurinn leggst saman, á seiðunum verður hann eins og oddur sem stendur aftan úr þeim og afturendinn aflagast stundum. Fiskarnir horast upp og deyja. þetta getur tekið nokkra daga eða upp í tvær vikur. Engir blettir eða sár sjánleg. Ég hef notað Contraspot og Generaltonic frá Tetra, Formol frá Dajana Pet og nú síðast Flummon Ichtin (lyf við blettaveiki). Þetta hefur mér verið ráðlagt af sölumönnum í verslunum en ekkert dugar. Sagt að hafa hátt hitastig sem ég hef. Stóru fiskarnir eru hressari en eins og þeir nái ekki alveg að nærast og verða fullfrískir. Seiðin hrynja niður og eru búin að deyja margir tugir. Er ekki einhver þarna úti sem sem getur sagt mér hvað þetta er eða hjálpað mér með áður en allt hrynur?? Mér er sagt að þetta sé Costía, hvað segið þið sem hafið vit á málum???
Endilega segið ykkar álit sem flest, sem hafið reynslu!!
Með fyrirfram þökk, María
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef verið að glíma við þetta og því miður eru lyfin oftast verri en sjúkdómurinn.
Costían virðist koma með kalda vatninu okkar og mér sýnist þetta minnka ef notað er vatn í heitari kanntinum vatn við vatnsskipti og hitinn í búrinu er hafður um 30° eftir vatnskipti en costian lifir víst síður í því hitastigi.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sama í gangi hjá mér alltaf með gúbbana. Ekkert við þessu að gera í rauninni, það bara drepst slatti af þeim og svo slatti sem þetta virðist ekki hafa áhrif á.

Ég hef ekki fundið neitt sem virkar á þetta, og ég hef samt prófað að setja í saltböð, lyf og allan fjandann.. sumir fiskarnir bara drepast.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Sem betur fer er langt síðan ég hef verið með sjúkdómavandræði hjá mér, en ef ég man rétt með costíu þá hanga fiskarnir við yfirborðið. Ég notaði FMC þegar þetta kom upp hjá mér, virkaði fínt.
Hinsvegar var sama vesin hjá mér með gúbbana, þetta drapst í stórum stíl. Þeir vesluðust upp og drápust og að lokum gafst ég upp á að hafa þessa fiska.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Ég er bara með sér seiða búr sem ég geri eiginlega ekki vatnsskipti á max 1x i mánuði og það virðist virka mjög vel, engin afföll hingað til, er með MJÖG mikinn gróður í því búri, no3 helst niðri
Kv. Jökull
Dyralif.is
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef eimitt prófað Fmc en það virtist ekki gera neitt varðandi guppana, það er líka snarsterkt lyf sem fer illa með fiskana.
ég mæli með aðferðinni hjá Skvinnsí, stúttfylla búrið af gróðri og drasli og skipta sjaldan um vatn. Ég er eimitt með eitt búr með slatta af java mosa og bara nokkrum fiskum og þar er aldrei vesiin.
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

Post by voffi.is »

Takk kærlega fyrir skjót svör!
Þegar ég set vatnið í eftir vatnsskiptin á ég semsagt að hafa hitann um 30 gráður, en á ég síðan að lækka hitann eftir ákv. tíma??? Gúbbíarnir eiga þá að þola þetta hitastig í einhvern tíma!. Hitinn hjá mér í búrinu hefur verið um 26 - 27 gráður, kannski heldur hátt, finnst hafa lesið að kjörhitastig gúbbía sé um 24 - 26 gráður. Eru hinir gotfiskarnir auðveldari og harðgerðari, s.s. plattý, mollý og sverðdragar?
Endilega ef það eru fleiri sem vilja deila reynslu sinni með mér!!
Takk kærlega,
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Guppy þola háan hita ágætlega, bara passa að nægt súrefni sé í vatninu. Þú getur líka hitað vatnið og leyft því svo að kólna áður en þú setur það í búrið.
Sverðdragarar og platy hjá mér hafa ekki verið viðkvæmir fyrir þessu veseni ef frá er talið eitt skipti en þá hrundu nokkur sverðdragaraseiði niður á sama tíma og guppyseiði.
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Ég hef verið með bæði gubbý og platty og platty lifir allt af hjá mér
ég skipti um vatn á 2 mánaða fresti eða svo og gef þeim af og til að borða
Þeir gjóta reglulega og það er alltaf eitt og eitt seiði sem lifir af, ég tek ekki seiðin frá foreldrunum
mér hefur ekki gengið eins vel með gubby en heldur ekki gert margar tilraunir
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

Post by voffi.is »

Þakka ykkur kærlega fyrir svörin, er margs vísari og ætla að fara eftir ráðleggingum ykkar og sjá hvað gerist. Hélt að gúbbíarnir væru miklu harðgerðari. Þeir eru kannski orðnir eitthvað viðkvæmari í dag en hér áður fyrr, ég man eftir öðru hverju barni þar á meðal ég sjálf með gúbbífiska í litlu búri með engri dælu eða hitara og ótrúlegt hvað þeir lifðu, man satt að segja ekki eftir svona sjúkdómafári!!
Bestu kveðjur, fæ kannski að spyrja ykkur einhvers síðar ef með þarf og ég fer út í fleiri tegundir!
Takk, takk.
voffi.is
Posts: 93
Joined: 21 Jul 2007, 21:08
Location: Reykjanesbær

Post by voffi.is »

Sæl aftur!
Verð bara að hrósa ykkur hér, þetta er almennilegt spjall, maður fær bara svör strax, hér er greinilega engin lognmolla, svona á þetta að vera!
Kveðja,

HRÓS HRÓS HRÓS
Post Reply