Ég hef lengi vel verið með guppy fiska, þeir hafa yfirleitt týnt tölunni vegna plássleysis og mikils sikliðuáhuga en ég tek samt ofan fyrir mönnum sem rækta þessa skemmtilegu fiska, eins og td. vini mínum forsetanum. Ég hef lengi verið með mína línu af guppy og nú loksins er ég kominn með einstaklega fallegann rauðann karl og nokkrar kerlingar á hann. Í dag nældi ég mér í fallegann bláann karl en því miður engar kerlingar í sömu línu, þannig ég fékk mér 4 kerlingar í black tuxedo lit í staðinn og ætla mér að línurækta upp bláa litinn.
...hvers vegna ?
Ræktun hefur alltaf heillað mig, með sikliður er það spurningin að halda stofnum hreinum og heilbrigðum en með fiska eins og guppy að rækta upp liti og lögun án þess að tapa heilbrigði og lífleika. Slík ræktun gefur manni meira frjálsræði og svigrúm auk þess sem ræktun flestra gotfiska tekur mun styttri tíma heldur en ræktun td. á sikliðum.
Nú hef ég tekið ákvörðum um að taka frá 3 búr fyrir guppy ræktun en samt ekki með því sniði sem æskilegt er þar sem fleiri búr væru nauðsynleg heldur eftir mínu eigin plani sem mun þó taka aðeins lengri tíma. Nú kunna einhverjir að spyrja, ''hvaða rugl er þetta, hendir maður ekki bara nokkrum fiskum saman í búr og þeir sjá um restina ?''
En nei, það er ekki svo, alvöru lita og línuræktun krefst athygli og metnaðaðar annars enda fiskarnir eins og sorpið sem því miður sést vanalega í verslunum.
Hér eru nokkur dæmi um fallega gubby fiska:



Ég hefði gaman að heyra frá mönnum með metnað og áhuga á ræktun guppy fiska.
Hér er linkur á heimasíðu forsetans sem svo ég best veit er með hvað mestan metnað í ræktun á gubby.
http://iceguppy.tripod.com
Ps. Fyrir þá sem halda að guppy séu bara fyir börn þá erum við forsetinn á fertugsaldri.
