Slöngu+powerhead aðferðin er mjög góð og notaði ég hana lengi en þetta er bara svo langt um betra og minna vesen finnst mér, truflar líka fiskana minna
Finnst þetta líka einhvernveginn minna vesen bara
Gerði VS mín svona áður fyr með Slöngu +PowerHead
#1 Opna lokið
#2 setja hinn enda slöngunar í niðurfall
#3 setja powerHeadinn á slönguna svo ofan í búrið og síðan í gang
#4 Fylgjast með búrinu svo að ekki of mikið vatn tæmist úr því
#5 Taka PH úr sambandi
#6 tengja hinn slöngu endann við blöndunar tæki og fylla búrið
#7 Ná í fötu eða handklæði til að hafa undir PH svo ekki leki af honum niður á golfið
#8 Ganga frá slöngunni
#9 Loka búrinu
en núna
#1 tengja
#2 setja hinn enda slöngunar í niðurfall
#3 Opna ventilinn
#4 Fara á fiskaspjall.is og blaðra við fólkið á meðan búrið tæmir sig niður að vissri hæð sem er stjórnað af lengd rörinu ofan í búrinu
#5 tengja hinn slöngu endann við blöndunar tæki og fylla búrið
#6 Loka ventlinum
#7 Aftengja hraðtengið og ganga frá slöngunni
Síðan kostar líka powerhead slatta bara til þess að nota hann í 1 hlut einu sinni í viku, fékk minn sem betur fer gefins
Mældi slönguna mína núna rétt áðan svona til gamans og hún er 10.2 Metrar og fallhæðin milli búrsins og niðurfallsins hjá 600 lítra búrinu mínu er 1.23 Meter
Tek tímann á því búri næsta fimmtudag
Sírennsli er náttúrilega bara toppurinn

væri með þannig ef það myndi passa við uppsetningu íbúðarinnar
Mátt endilega koma með þráð með myndum um sí rennslis kerfið þitt (þ.a.s. ef það er ekki þegar til þráður um það ?

)