Sýnum búrin okkar...
Posted: 22 Dec 2012, 22:21
Ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju menn eru ekki að sýna búrin sín hér á sjávarspjallinu og af hverju menn eru ekki virkari hér á spjallinu? Ég veit að það er fullt af fallegum sjávarbúrum hér á landi en maður fær ekkert að sjá þau.
DNA var duglegur hér áður fyrr með sína heimasíðu sem virkilega gaman var að skoða og lesa um hans reynslu af sjávarbúrum. Það var kveikjan að því ég fór út í þetta sjálfur árið 2007. Síðan er náttúrulega CCP búrið sem maður sá á ReefCentral en það er orðið langt síðan uppfærsla á því var gerð þar.
Já hver er ástæðan fyrir því að menn eru ekki að sýna búr sín hér og ræða um þau? Mig langar samt að þakka þeim sem hafa þó sett inn pósta hér. Það er alltaf gaman að lesa um þau fáu búr sem hingað slæðast inn.
Ég fór því að líta í eigin barm. Ég hef ekki sett inn eina einustu mynd af mínu búri og lítið tekið þátt í þeim fáu umræðum sem hér hafa farið fram. Þannig að ég er líklega ekkert betri en allir hinir sem ekkert eru að sýna hér. Nú skal úr því bætt og ég vona að fleiri fylgi í kjölfarið og setji inn myndir og upplýsingar um sín búr.
Ég er búinn að vera með ferskvatnsfiska frá því ég man eftir mér en það var ekki fyrr en 2007 að ég ákvað að fara yfir í sjávarfiska. Byrjaði með 400L búr og tunnudælu en var fljótur að skipta yfir í 720l búr sem ég er enn með. Ég er búinn að lenda í miklum hremmingum með þetta búr. Fengið allskonar sýkingar (er einn af þeim sem ekki setur neitt í sóttkví. Allt beint í búrið). Á einum tímapunkti var ég alveg að gefast upp á þessu þegar ég missti nær alla fiskana,var farinn að ganga undir nafninu Dr. Death vegna þess að ekkert virtist ætla að lifa hjá mér. Kom svo í ljós síðar að það var bullandi rafmagn í búrinu. Hárþörungur tók yfir búrið fyrir nokkru en með því að ná upp Magnesiuminu þá fór hann jafn fljótt og hann kom og svona mætti lengi telja. En ég hef ekki gefist upp enn og ég nýt þess virkilega mikið að horfa á þetta fátæklega búr.
Eins og ég sagði er þetta 720L Aquastabil búr með Tunze 18.7 sump.
Ég er með 50L refugium tentg við þetta. Keyri UV ljós og er með einn mediareactor með RowaPhos. Er líka með Kalkhrærivél frá Deltec sem RO vatnið fer í gegnum áður en það fer í sumpinn hjá mér.
Tvær Tunze 6101 straumdælur sjá um að hreyfa vatnið í búrinu. AquaSpacelight með 3 150W Metalhalid perum ásamt fjórum bláum 54w Compact perum. Síðan hef ég bætt við fjórum 80W T5 bláum perum.
Þetta eru svona aðalatriðin í uppsetningunni á búrinu.
En nóg um kjaftæðið látum nokkrar myndirnar tala.
Svona byrjaði þetta í 400L búrinu en fljótlega var hafist handa við nýtt búr.
Grunnurinn lagður. Nú þarf bara smá sjó og slatta af grjóti...
Þarna er ballið að byrja. Þetta voru spennandi tímar.
Hreinsrækjurnar mættar.
Og enn bætist við grjót og lífríki.
Refugiumið að komast upp. Bætti svo við grjóti og sandi í þetta.
Fann þennan á kóral sem ég keypti og hann varð fyrsti búsetinn í refugiuminu.
Hér eru svo nokkrar myndir af hinu og þessu...
...og að lokum búrið eins og það er í dag heilmynd.
Hægri hlið...
Miðja...
Og síðast er það vinstri hlið...
Skora á aðra að sýna sýn fallegu búr...
DNA var duglegur hér áður fyrr með sína heimasíðu sem virkilega gaman var að skoða og lesa um hans reynslu af sjávarbúrum. Það var kveikjan að því ég fór út í þetta sjálfur árið 2007. Síðan er náttúrulega CCP búrið sem maður sá á ReefCentral en það er orðið langt síðan uppfærsla á því var gerð þar.
Já hver er ástæðan fyrir því að menn eru ekki að sýna búr sín hér og ræða um þau? Mig langar samt að þakka þeim sem hafa þó sett inn pósta hér. Það er alltaf gaman að lesa um þau fáu búr sem hingað slæðast inn.
Ég fór því að líta í eigin barm. Ég hef ekki sett inn eina einustu mynd af mínu búri og lítið tekið þátt í þeim fáu umræðum sem hér hafa farið fram. Þannig að ég er líklega ekkert betri en allir hinir sem ekkert eru að sýna hér. Nú skal úr því bætt og ég vona að fleiri fylgi í kjölfarið og setji inn myndir og upplýsingar um sín búr.
Ég er búinn að vera með ferskvatnsfiska frá því ég man eftir mér en það var ekki fyrr en 2007 að ég ákvað að fara yfir í sjávarfiska. Byrjaði með 400L búr og tunnudælu en var fljótur að skipta yfir í 720l búr sem ég er enn með. Ég er búinn að lenda í miklum hremmingum með þetta búr. Fengið allskonar sýkingar (er einn af þeim sem ekki setur neitt í sóttkví. Allt beint í búrið). Á einum tímapunkti var ég alveg að gefast upp á þessu þegar ég missti nær alla fiskana,var farinn að ganga undir nafninu Dr. Death vegna þess að ekkert virtist ætla að lifa hjá mér. Kom svo í ljós síðar að það var bullandi rafmagn í búrinu. Hárþörungur tók yfir búrið fyrir nokkru en með því að ná upp Magnesiuminu þá fór hann jafn fljótt og hann kom og svona mætti lengi telja. En ég hef ekki gefist upp enn og ég nýt þess virkilega mikið að horfa á þetta fátæklega búr.
Eins og ég sagði er þetta 720L Aquastabil búr með Tunze 18.7 sump.
Ég er með 50L refugium tentg við þetta. Keyri UV ljós og er með einn mediareactor með RowaPhos. Er líka með Kalkhrærivél frá Deltec sem RO vatnið fer í gegnum áður en það fer í sumpinn hjá mér.
Tvær Tunze 6101 straumdælur sjá um að hreyfa vatnið í búrinu. AquaSpacelight með 3 150W Metalhalid perum ásamt fjórum bláum 54w Compact perum. Síðan hef ég bætt við fjórum 80W T5 bláum perum.
Þetta eru svona aðalatriðin í uppsetningunni á búrinu.
En nóg um kjaftæðið látum nokkrar myndirnar tala.
Svona byrjaði þetta í 400L búrinu en fljótlega var hafist handa við nýtt búr.
Grunnurinn lagður. Nú þarf bara smá sjó og slatta af grjóti...
Þarna er ballið að byrja. Þetta voru spennandi tímar.
Hreinsrækjurnar mættar.
Og enn bætist við grjót og lífríki.
Refugiumið að komast upp. Bætti svo við grjóti og sandi í þetta.
Fann þennan á kóral sem ég keypti og hann varð fyrsti búsetinn í refugiuminu.
Hér eru svo nokkrar myndir af hinu og þessu...
...og að lokum búrið eins og það er í dag heilmynd.
Hægri hlið...
Miðja...
Og síðast er það vinstri hlið...
Skora á aðra að sýna sýn fallegu búr...