Litili Rana froskurinn dó fyrir nokkrum dögum Skil ekki afhverju, hann át vel og allt =/ ...
En svo fór ég í gær í fiskó og keypti mér spotted salamöndru =) Hún er mjög lítil og sæt og ég vona að hún eigi eftir að lifa hjá mér ...en ég hef átt spotted salamöndrur áður en þær hafa dáið hjá mér..líklegast einhver innvortis sýking.
Ég átti eldsalamöndru fyrir nokkrum árum og hún dó fljótlega eftir að ég fékk hana. Málið er að ég vissi ekki nógu mikið um hana til að halda henni á lifi. Ég held að það verði að passa vel upp á hita og rakastig hjá þeim og halda því stöðugu. Ef þetta er eins og með skriðdýr þá þurfa þær hita til að geta melt matinn almennilega.
Gilmore wrote: Ég held að það verði að passa vel upp á hita og rakastig hjá þeim og halda því stöðugu. Ef þetta er eins og með skriðdýr þá þurfa þær hita til að geta melt matinn almennilega.
Hef reyndar bara átt
Eldsalamöndrur í tæpa átta mánuði en eitt er
víst að þær þurfa eimitt alls ekki hita
Mjög algengt erlendis að þær séu að farast úr hitastressi, venjulegur stofu hiti algjört max, við erum heppin á Íslandi hvað þetta varðar, fólk erlendis þarf að baksa við að finna leið til að kæla búrin sín þegar mestu hitabylgjunar ríða yfir
Æðisleg kvikindi er bara hamingjusöm að vera loksins komin með svona í hendurnar
Fyrri salamandran gæti hafa drepist af því að gleypa svona börk einmitt og eitthvað stíflast í henni. Alls ekki óalgengt með svona kvikindi, enda er ekki mælt með svona berki í nein búr útaf þessu.