Malawi síkliður (4) - Hvað er Utaka?

Greinar um fiska og umhirðu þeirra

Moderators: Vargur, Andri Pogo

Post Reply
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Malawi síkliður (4) - Hvað er Utaka?

Post by Rodor »

Spurðu fiskaspeking, “Hvað í fjandanum er Utaka”? Og þú munt fá mörg mismunandi svör.

Utaka er Malawi Hap. síkliða sem er ekki Mbuna.
Utaka er Malawi síkliða sem heldur sig á opnu svæði.
Utaka er Malavi síkliða sem lifir á dýrasvifi.

Það er einhver sannleikur í öllum þessum svörum, en þau eru ekki allskostar rétt. Jú, Utaka eru Haplochromines sem eru ekki í Mbuna hópnum, en flestar Malawi Hap. sem ekki eru Mbuna eru ekki Utaka. Utaka halda til á opnu svæði, fjarri botninum, en það gera sumar aðrar síkliður sem ekki eru Utaka líka, tegundir eins og Rhamphochromis og Diplotaxodon. Utaka lifa á dýrasvifi, en það gera einnig aðrar Malawi síkliður sem ekki eru Utaka líka, svo sem tegundin Ctenopharynx og Mbuna síkliður sem tilheyra ættkvíslinni Cynotilapia. Hvað er þá Utaka?

Utaka eru nokkrar af meira en 30 tegundum Malawi Hap. síkliða, sem nú eru flokkaðar í tvær ættkvíslir, Copadichromis og Mchenga, sem hafa sömu sérstöku ætis lifnaðarhætti, með nokkrum undantekningum þó. Stutta svarið yrði því, Utaka eru nokkrar tegundir af þessum tveimur Malawi síkliða ættkvíslum.

Utaka heldur til fjarri botninum, ólíkt flestum öðrum síkliðum í vatninu. Sumar lifa ofan við sandbotn, svo sem Mchenga Conophoros. Flestar lifa nærri grjótbotni. Þarna úti í vatninu, mynda þær stóra hópa, sem aðrar tegundir eru oft í, stundum með þúsundum fiska. Nærri sérstökum grjótbotnum sem kallaðir eru Virundu, er oft hægur straumur sem í er dýrasvif. Utakan syndir á móti straumnum og sér með sínum stóru augum hinar smáu lífverur í svifinu um leið og þær reka hjá. Fiskurinn hreyfir hausinn, upp, niður, hægri, vinstri, svo að kjafturinn verði sem næst svifdýrinu og svo eldsnöggt skellir hann niður neðri skoltinum, sem gerir það að verkum að efri skolturinn hleypur fram og sem snöggvast myndar kjafturinn pípu, eins og sýnt er hægt á myndinni hér fyrir neðan. Þegar kjafturinn skýst fram, lokast fyrir tálknin í smástund og vatnið þrýstist inn vegna undirþrýstings ásamt dýrasvifi.

Image

Hrygningarferli Utaka er augljóslega öðruvísi og er aðlagað lífinu úti í miðju vatni. Það var nýlega uppgötvað, að Copadichromis Chrysonotus ver svæði sitt úti í miðju vatni, sem er í raun ekki alltaf sama svæðið eins og gerist hjá botnhrygnurum og þeir hrygna jafnvel úti í miðju vatni án allrar botnfestu. Samkvæmt Smith.

"Hængar í hrygningarlitum söfnuðust saman á afmörkuðum svæðum, á nokkurra metra dýpi og hver hængur varði sitt síbreytilega hrygningarsvæði nærri yfirborði til að laða að hrygnur. Hrygning stóð stöðugt yfir frá ágúst til maí og náði hámarki í ágúst/september og janúar/mars. Mikill afturkippur varð í hrygningu i maí og júní. Hrygning C. Chrysonnotus á opnu svæði gæti verið aðlögun gegn hrognaráni og vegna samkeppni um hrygningarsvæði."

Aðrir Utaka geta svo sem haft svipað síbreytilegt hrygningarsvæði og þetta mjög svo sérstaka hrygningasvæði úti í miðju vatni.

Utaka þurfa frekar stór búr, 400 lítrar er lágmark. Reynið að halda að minnsta kosti sex fiska hóp, helst einn hæng og nokkrar hrygnur. Vegna svifdýraáts þeirra, ætti fóðrið þeirra að innihalda frosna dafníu og vatna- eða sjórækju. Þeir munu þó éta blóðorma, flögufóður, smáar síkliðutöflur og annað, með bestu lyst. Um þessar mundir er auðveldast að fá Utaka sem seldur er sem Copadichromis Borleyi, sem getur svo sem vel verið hinn eini rétti C. Borleyi, allavega mjög svipaður honum. Stórt búr með hóp af þessum Utaka, er eitthvað sem er mjög áhugaverð sjón.

Heimild: http://malawicichlids.com/mw01018.htm

Þýtt af Rodor
Post Reply