*Til að rækta bardagafiska þarf ég indversk möndlulaufblöð en ég hef enn ekki fundið það í dýrabúðunum sem ég hef farið í. Einhver ráð eða þarf ég að panta þetta af netinu? Er hægt að nota eitthvað annað?
*Þegar og ef að ég næ þessu, er einhver markaður fyrir þessari tegund (Siamese Battle Fish) og ef svo er, get ég selt/gefið þá? Er það leyfilegt? Mætti ég gera það á þessari síðu? (Er nýgræðingur á þessari síðu

*Hversu stórt búr þarf fyrir svona lagað?
*Hvar get ég fengið fiskafóðrið sem þarf fyrir seiðin? Af því sem mér skilst þurfa þeir lifandi orma eða, microworms. Er það fáanlegt á íslandi?
Þakka fyrirfram öll ráð og/eða ábendingar!
Kveðja, Saga