Co2 í stærri búr
Moderators: Vargur, prien, Sven, Stephan
-
- Posts: 18
- Joined: 01 Feb 2013, 11:03
Co2 í stærri búr
Sæl.
Ég keypti mér nýlega 500l búr sem ég var að spá í að hafa smá gróður í.
Hvernig mynduð þið mæla með að ég ráði við þetta co2 vandamál sem ég er með þ.e.a.s. búnaður og annað.
Ætla ekki að hafa allt troðið af gróðri því ætla að vera með nokkra fiska líka í því.
Hef heyrt að sumir hafa notað co2 kúta sem eru notaðir í brugg, en sjálfum datt mér í hug að líka væri hægt að nota áfyllingar kúta frá ölgerðinni.
Hver er ykkar mat á þessu öllu?
Ég keypti mér nýlega 500l búr sem ég var að spá í að hafa smá gróður í.
Hvernig mynduð þið mæla með að ég ráði við þetta co2 vandamál sem ég er með þ.e.a.s. búnaður og annað.
Ætla ekki að hafa allt troðið af gróðri því ætla að vera með nokkra fiska líka í því.
Hef heyrt að sumir hafa notað co2 kúta sem eru notaðir í brugg, en sjálfum datt mér í hug að líka væri hægt að nota áfyllingar kúta frá ölgerðinni.
Hver er ykkar mat á þessu öllu?
Re: Co2 í stærri búr
Það er spurning hvaða plöntur þú ætlar að vera með?
Ef þú ætlar að vera með co2, þá verður þú að vera með lýsingu og næringargjöf í samræmi.
Þú getur líklega notað hvaða kút sem er ef þú færð mælana til að fitta.
Hef heyrt um að menn noti jafnvel kúta undan slökkvitækjum.
Ef þú ætlar að vera með co2, þá verður þú að vera með lýsingu og næringargjöf í samræmi.
Þú getur líklega notað hvaða kút sem er ef þú færð mælana til að fitta.
Hef heyrt um að menn noti jafnvel kúta undan slökkvitækjum.
500l - 720l.
-
- Posts: 18
- Joined: 01 Feb 2013, 11:03
Re: Co2 í stærri búr
ahh ég skil. er með 2 18w perur ætlaði að kaupa betri fyrir búrið en í sambandi við næringuna á maður ekki að setja hana í þegar plönturnar eru búnar að festa sig smá og stækka til að minnka hættuna á þörungum. var að spá í að hafa Egeria densa í bakgrunni til að skyggja fyrir vegginn og síðan Cuba teppi, og síðan gæti verið góður leikur að setja kannski 1-2 litla runna sitthvoru megin við búrið. Kannski Cladophora aegagrophila?
Re: Co2 í stærri búr
Það þarf að vera soldið vel af co2 fyrir hc, af því að blöðin eru svo smá þá lætur hún í minni pokan í samkeppni við hraðvaxta plöntur um kolsýruna.Þó að egerium densa og kúlumosinn þurfi ekki kolsýru þá eru þau mjög frek á hana ef hún er til staðar.Það er betra að gefa næringu sem fyrst og hafa soldil vatnaskifti til að byrja með því ef plönturnar vantar næringu geta þær ekki unnið á móti þörungnum.En allt fer þetta eftir lýsingunni,ég myndi halda að hún væri of lítil fyrir hc teppi í svona stóru búri.
Re: Co2 í stærri búr
Allt of lítil lýsing fyrir HC og sambærilegar plöntur. HC þarf kolsýru til að dafna vel og vaxa þétt.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 18
- Joined: 01 Feb 2013, 11:03
Re: Co2 í stærri búr
Já mig grunaði að lýsingin væri léleg enda ætla að kaupa töluvert betri lampa, en hvernig væri best að hátta þessu kolsýru máli? reyna að fynna ódýrustu kútana setja þrýstijafnara og síðan bara diffusa í búrið?
Ég ætla einmitt að hafa Egeria densa aftast til að hún sé ekki að trufla næringugjöfina fyrir hinum.
Alveg rétt. Er einhver búð sem selur næringu á skikkanlegu verði hérna heima eða þarf maður að panta úti?
Ég ætla einmitt að hafa Egeria densa aftast til að hún sé ekki að trufla næringugjöfina fyrir hinum.
Alveg rétt. Er einhver búð sem selur næringu á skikkanlegu verði hérna heima eða þarf maður að panta úti?
Re: Co2 í stærri búr
Getur skoðað að nota bara nærigu sem er hugsuð í vatnsræktun, t.d. frá innigardar.is. Ég myndi samt mæla með að googla það vel, mér bara detta í hug.jokullsnaelda wrote:Já mig grunaði að lýsingin væri léleg enda ætla að kaupa töluvert betri lampa, en hvernig væri best að hátta þessu kolsýru máli? reyna að fynna ódýrustu kútana setja þrýstijafnara og síðan bara diffusa í búrið?
Ég ætla einmitt að hafa Egeria densa aftast til að hún sé ekki að trufla næringugjöfina fyrir hinum.
Alveg rétt. Er einhver búð sem selur næringu á skikkanlegu verði hérna heima eða þarf maður að panta úti?
Lítið gagn að bæta við kolsýru nema þú bætir hressilega við lýsinguna. Nema þá kannski DIY kolsýru.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 18
- Joined: 01 Feb 2013, 11:03
Re: Co2 í stærri búr
já ég ætlaði einmitt að gera DIY kolsýrukerfi. en datt í hug að það væri kannski flott að hafa einhvern annan teppa gróður því ég er ekki alveg viss með hversu mikið að kolsýru ég þarf að setja inn og miða við hvað ég er búinn að lesa þá getur cuba verið pínu kröfuharður. Og útaf því að ég er með svo stórt búr þá myndi alveg sleppa að vera með hátt teppi eins og t.d. Riccia fluitans og setja kannski weeping á grein eða stein. Þeir gæti þá kannski fyrirgefið mér fyrir að búa ekki til besta kerfið í heimi.
En í sambandi við næringuna, þarf ég kaupa alla þessar tegundir eða er það bara einhvað eitt sem ég ætti að kaupa? var að skoða Drak.de og þar var allt miða við að maður sé að troðfylla búrið af plöntum.
Vitið þið kannski um einhverja betri síðu?
En í sambandi við næringuna, þarf ég kaupa alla þessar tegundir eða er það bara einhvað eitt sem ég ætti að kaupa? var að skoða Drak.de og þar var allt miða við að maður sé að troðfylla búrið af plöntum.
Vitið þið kannski um einhverja betri síðu?
Re: Co2 í stærri búr
Ef þú ætlar að vera með kolsýru á annað borð í þetta stóru búri, þá myndi ég nota kolsýru frá kút.
Mikið stöðugra magn af kolsýru.
Flöktandi magn af kolsýru hafa menn viljað meina að kalli fram þörung.
Varðandi næringu, þá getur þú kíkt á þessa síðu:
www.AquariumFertilizer.com
Mikið stöðugra magn af kolsýru.
Flöktandi magn af kolsýru hafa menn viljað meina að kalli fram þörung.
Varðandi næringu, þá getur þú kíkt á þessa síðu:
www.AquariumFertilizer.com
500l - 720l.
-
- Posts: 18
- Joined: 01 Feb 2013, 11:03
Re: Co2 í stærri búr
Jú ég ætlaði alltaf að nota kút en ég var að meina með að búa til diffuser kannski verður hann ekki nógu góður að blanda þetta út í vatnið.
En já þessi síða er frekar sniðug og mjög ódýr miða við margt annað sem maður hefur séð, á ábyggilega eftir að panta þaðan.
Er það ekki rétt hjá mér að diffuser virkar þannig að maður brýtur bólurnar með að þrýsta þeim í gegnum sigti eða síu og lætur það berast með strauminum?
En já þessi síða er frekar sniðug og mjög ódýr miða við margt annað sem maður hefur séð, á ábyggilega eftir að panta þaðan.
Er það ekki rétt hjá mér að diffuser virkar þannig að maður brýtur bólurnar með að þrýsta þeim í gegnum sigti eða síu og lætur það berast með strauminum?
Re: Co2 í stærri búr
Það er ein af mörgum aðferðum að þrýsta co2 í gegn um kermik disk sem gefur micro loftbólur sem fara upp í yfirborðið en af því þær eru svo smáar ná þær betri upplausn.með þessu þarf að hafa góðann straum svo hún sé ekki flöktandi í búrum en það er mjög erfitt og sérstaklega í þínu búri sem er stórt og þá koma þörungar.UP automiser gæti hentað þér,færð hann á ebay fyrir lítinn pening en þá þarf regulatorinn að vera með stillanleg bör en margir eru fastir á 15 til að forðast backdump þegar kúturinn klárast en up þarf 18.Ef ég væri þú þá fengi ég mér external diffuser,ef þú ert laghentur geturðu búið hann til sjálfur,googlar hann bara og það eru teikningar.co2 kemur fullkomlega uppleyst svo vatnið er kristaltært(eins og fiskarnir séu í lausu lofti) Ég keypti minn á ebay og fékk hann á 40 dollara og er mjög ánægður en ég hef prófað þetta flest.Svo fer ekki sýst eftir hitastigi vatns hvað co er að nýtast vel en í 28 gráðum þarftu 20% meiri kolsýru en 24 gráðum plús að plönumassinn grær hraðar og þarf meira af næringu og co2 þó þú breytir ljósunum ekkert.co2 mælingar eru mjög ónákvæmar út af eðli co2 þannig að það þarf soldið að fylgjast með búrinu og stilla eftir auga og kommon sens en svo sér þetta bara um sig sjálft.Þetta er mjög gaman en það borgar sig að nördast soldið á netinu og lesa,læra og gera smá plan.Eins eru internal co2 diffusers sem þurfa bara plastflösku powerhead og svamp,uppskrift á barr report.jokullsnaelda wrote:Jú ég ætlaði alltaf að nota kút en ég var að meina með að búa til diffuser kannski verður hann ekki nógu góður að blanda þetta út í vatnið.
En já þessi síða er frekar sniðug og mjög ódýr miða við margt annað sem maður hefur séð, á ábyggilega eftir að panta þaðan.
Er það ekki rétt hjá mér að diffuser virkar þannig að maður brýtur bólurnar með að þrýsta þeim í gegnum sigti eða síu og lætur það berast með strauminum?
-
- Posts: 18
- Joined: 01 Feb 2013, 11:03
Re: Co2 í stærri búr
þá er ég kominn með 1,2 kg kút og uppfærði í 108w t5 perur.
spurning um að hafa utanáliggjandi diffuser sem er s.s. hólkur með biobox inní til að brjóta þetta niður
var að spá í að hafa þetta svona. eða vitið þið um einhverja sniðugri leið til að gera þetta? eða einhverju sem vantar í þetta?
spurning um að hafa utanáliggjandi diffuser sem er s.s. hólkur með biobox inní til að brjóta þetta niður
var að spá í að hafa þetta svona. eða vitið þið um einhverja sniðugri leið til að gera þetta? eða einhverju sem vantar í þetta?
Re: Co2 í stærri búr
Ég hugsa að powerhead dugi alveg til að diffusa. Ég myndi amk byrja á því, þú sérð strax hvort loftbólur nái á yfirborðið. Ef svo er, þá þarf að pæla betur í að diffusa. Þá þyrfti powerheadinn að vera aðeins fjær yfirborðinu.
Svo myndi ég skoða að vera með solenoid/segulloka á gasinu, til að slökkva á því ~30mín áður en slökknar á ljósunum og kveiknar á sama tíma og ljósin.
Svo myndi ég skoða að vera með solenoid/segulloka á gasinu, til að slökkva á því ~30mín áður en slökknar á ljósunum og kveiknar á sama tíma og ljósin.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
-
- Posts: 18
- Joined: 01 Feb 2013, 11:03
Re: Co2 í stærri búr
en ppm dótið hvernig væri best að reikna það út veit að margir eru með bubble counter. Var að spá í að hafa 15ppm því það er svona ágætlega mikið fyrir allann gróður en ég veit að t.d. cuba þarf að vera með 30, en hef líka heyrt að fiskarnir breytast við kolsýruna, eins og þeir geta ekki verið í öðrum búrum sem eru ekki með auka kolsýru. er einhvað til í því?
Re: Co2 í stærri búr
Prófaðu þig bara áfram með þetta. Þú getur mælt pH á morgnana, áður en ljósin og gasið fer í gang, og mæla svo aftur nokkrum klst eftir að allt er komið í gang - þannig áttu að geta fundið ppm.
Þegar ég var með HC (cuba) þá bara setti ég eitthvað, drap helminginn af rækjunum mínum út af súrefnisleysi og minnkaði kraftinn og þá var þetta passlegt
Þegar ég var með HC (cuba) þá bara setti ég eitthvað, drap helminginn af rækjunum mínum út af súrefnisleysi og minnkaði kraftinn og þá var þetta passlegt
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Re: Co2 í stærri búr
Ég botna ekki alveg í teikningunni hjá þér en tek undir það hjá Kela að powerhead í búrinu er auðveldasta lausnin fyrir þig og mjög góð leið í svona stórt búr..Það er mjög einfalt að búa til diffuser á powerhead eins og teikningin sem hér fylgir sýnir.Ég notaði svipað sjálfur í upphafi og þetta kemur mjög vel út.Ég fór í dýralíf á laugardaginn og sá þar svona diffuser sem þeir nota á gróðurbúrið hjá sér.sem mér finnst til fyrirmyndar hjá þeim og hann er einfaldari útgáfa úr kókflösku,ættir að kikja þar við og skoða það ef þú ætlar að fara þessa leið.Allar ppm mælingar eru mjög ónákvæmar.Bubble counter í einhverri mynd er nauðsynlegur.Til gamans smellti ég mynd af dótinu hjá mér.
- Attachments
-
- 0.jpeg (6.9 KiB) Viewed 23031 times
-
- 5.jpg (15.91 KiB) Viewed 23031 times
-
- venturi1.jpg (26.18 KiB) Viewed 23031 times
-
- Posts: 18
- Joined: 01 Feb 2013, 11:03
Re: Co2 í stærri búr
Prófaði að setja kolsýruna í búrið er með þetta cirka 1-2 loftbólur á sek. eftir 1 dag þá er þetta enn í lagi og allir fiskar eru enn hressir.
p.s. setti java mosa á hraunið og bætti við potti af Alternanthera lilacina
þarf virkilega að fara setja inn mynd af þessu
p.s. setti java mosa á hraunið og bætti við potti af Alternanthera lilacina
þarf virkilega að fara setja inn mynd af þessu