Mig langar að spyrja ykkur gáfaða fólkið. Ég þoli ekki hljóðið í loftdælunni og finnst líka skemtilegra að horfa á búrið án loftbólna, fæ ég nóg af súrefni fyrir lífríki búrsins með góðri hreifingu á yfirborði vatnsins og 30% vatnsskipti vikulega?
Það sem ég er búinn að gara til að fá hreifingu á yfirborðið er að snúa rörinu upp þar sem vatnið kemur til baka frá tunnudælunni og myndar þannig góða hreifingu á yfirborðið. Læt mynd fylgja svo fólk viti um hvaða rör ég er að tala um.
súrefni í fiskabúri
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
súrefni í fiskabúri
- Attachments
-
- 841561_00.jpg (26.52 KiB) Viewed 7317 times
Re: súrefni í fiskabúri
hvað er þetta stórt búr og hvað ertu með mikið af fiskum
Re: súrefni í fiskabúri
ca 130L það eru 5 litlir skalar, 1 brúsknefji og par af bardagafiskum sem eru að fara í nýtt búr um helgina.
Re: súrefni í fiskabúri
þú getur notað dæluna í þetta ef það er svona spray bar , gefa sér tíma í að stilla þetta , þá á þetta að gára yfirborðið og getur látið þetta mynda loftbólur , sleppir loftdælunni
Re: súrefni í fiskabúri
einsog þetta er stillt núna með bununa upp þá kemur smá loftbólur sem fljóta á yfirborðinu, er að nota spray barÞórður S. wrote:þú getur notað dæluna í þetta ef það er svona spray bar , gefa sér tíma í að stilla þetta , þá á þetta að gára yfirborðið og getur látið þetta mynda loftbólur , sleppir loftdælunni