Veik sverðdragarakella

Guppy, endler, platy, sverðdragarar og aðrir gotfiskar

Moderators: Elma, Vargur

Post Reply
oskarinn
Posts: 18
Joined: 19 Feb 2011, 19:59

Veik sverðdragarakella

Post by oskarinn »

Sæl verið þið

Sverðdragarakellingin okkar er búin að vera ansi slöpp, ég hélt hún væri að fara að gjóta í gær þar sem hún hékk mikið við dæluna og faldi sig, en núna er ég farin að hafa áhyggjur. Hún er öll í keng og sporðurinn er eins og hann sé mjög máttlítill. Hún hreyfir sig mjög lítið og hangir við botninn. Hún er með skrítna bletti á skrokknum sem eru samt ekki eins og hvítblettaveikisblettir, allavegana ekki þeir sem komu þegar ég googlaði white spot disease. Ég er með eina tilgátu og hún er sú að hún hafi verið að gjóta og "stýflast" þ.e.a.s. að hún geti ekki komið seiðunum frá sér. Þetta er eini sverðdragarinn sem við eigum eftir sem er fæddur hjá okkur og þess vegna er ég nú að setja þetta hérna inn. Veit einhver hvað þetta getur verið og er einhver leið að bjarga henni?

Hérna eru myndir sem ég tók í kvöld:

Image

Image

Image
User avatar
Sibbi
Posts: 1131
Joined: 09 Aug 2010, 18:29
Location: Hafnarfjörður

Re: Veik sverðdragarakella

Post by Sibbi »

Ef hún er stífluð leinir það sér ekki þegar á liður.

Hér er mynd af einni feitri, komin að goti, ekki stífluð.
Image
Sibbi. Ólæknandi og óviðbjargandi dellukarl.
Sími: 860 0 860. (Nova)
Netfang: iceland@internet.is
Post Reply