ulli wrote:Annars getur eingin kept við tjörva í verði hvort sem það er Dýraríkið eða aðrir.
Að mínu mati er nægt svigrúm fyrir betri verð.
I Dýraríkinu er allt mjög dýrt.
Ég fer þangað stundum og skoða en hef ekkert keypt þar í mörg ár, hvorki dýr eða hluti.
Tvisvar á ári flyt ég sjálfur inn dót sem mig vantar fyrir búrið en sparnaðurinn er umtalsverður ásamt því að svo margt er ekki til hérlendis.
Verðmunurinn á milli Íslands og Bretlands eða Bandaríkjanna er oft ævintýralega mikill, fyrir lifandi dýr.
Vesen getur verið að finna fljótlega og hagkvæma flutningsleið og þarf ýmislegt að koma saman til að það gangi upp.
Báknið í kringum innflutning á harðkóröllum er ferlega þungt í vöfum og heftandi.
Íslenski markaðurinn er lítill, við erum á botni keðjunnar og súpum af því seiðið.
---------------------------------------------------------------------------
Hér kemur eitt dæmi.
Verðin eru fyrir þessa viku.
Blue Leg Reef Hermit Crab; £0,34 (61 króna) < - Þetta er heildsölugrunnverðið með álagningu bresks innflutningsaðilans.
Flutningskostnaður er £92 á 1000 krabba og viðbætist 10% "sjávarskattur".
Samanlagt gera þetta £0,48 eða um 90 krónur sem er verðið sem breskar búðir kaupa hvern krabba á í heildsölu.
Bestu bresku smásöluverðin sem ég fann voru £1,1 eða um
200 krónur hver.
Íslenska smásöluverðið.
Hermit Crab - Blue Leg M 990 Krónur
Tjörvar bíður nú afslátt á sérpöntunum og er þá stykkjaverðið um
750 krónur.
Til samanburðar þá er bandaríska smásöluverðið um
60 krónur stykkið.
---------------------------------------------------------------------------
Fleiri dæmi en
ekki fullreiknuð.
Emerald Crab £1,59 (286 Krónur) < - Þetta er breskt heildsölugrunnverð með álagningu innflutningsaðilans.
Mithrax (Emerald) Crab M 3990 Krónur. <= Íslenska smásöluverðið.
Blue (Hippo) Tang M £21,99 3960 < - Þetta er breskt heildsölugrunnverð með álagningu innflutningsaðilans.
Regal Tang M 8770 Krónur. <= Íslenska smásöluverðið.
---------------------------------------------------------------------------
Erlendis þá er verslun með sjávardýr bara samkeppninsiðnaður sem menn eru búnir að fínslípa.
Mikið magn kemur inn til Bretlands í hverri viku og úrvalið er feiknamikið.
Söluaðilar hérlendis þurfa vissulega að fá eitthvað fyrir ómakið og flutninginn til Íslands.
Svo er það alltaf matsatriði hvað sé sanngjörn álagning.
Íslenskir aupendurnir koma svo aftast en þá hafa upprunalandið, evrópskur milliliður og íslenskur fengið sitt.
Upprunalandið fær sennilega ekki meira en 10-20 krónur fyrir hvern einbúakrabba