Ég var með tvær guppy kerlingar, þær hafa verið mikið í felum undan farið svo tók ég eftir í hádeginu á mánudag að önnur kerlan var dauð

hin var enn í felum og var orðin frekar hvít miðað við hvernig hún leit út áður og frekar slöpp, syndir frekar illa og í 45 gráðu, hún virðist ekki nota sporðin mikið, karlarnir virðast allir í lagi svo ég tók kerluna og setti í skál með saltvatni í. Er einhver með hugmynd hvað gæti verið að kerlunni ?
Ég hef verið að bæta við plöntum í búrið undan farið, veit ekki hvort það gæti haft áhrif. Vatna skipt eru á 7-10 daga fresti og þá 50% - 60% í einu.
Heildar fjöldi íbúa í búrinu eru 2 fantail guppy karlar - 3 endler guppy karlar - 1 veik guppy kerling sem hefur verið fjarlægð - 2 eplasniglar og búrið er 58 lítra með dælu sem sér fyrir góðu súrefni í búrinu.