Ég var með nokkra Ps. elongatus og hef nokkrum sinnum fengið seyði undan þeim, nú er ég reyndar búinn að selja alla fullorðnu fiskana og eldri seyðin en síðasta hollið er að vaxa í sölustærð, í þeim hópi er þessi:
Öll hin seyðin og foreldrarnir eru með sporð sem er samlitur skrokknum.
Foreldrarnir eru ljósbrúnir með dekkri röndum og ljósan sporð.
Ég kann svo sem ekki alveg skýringuna en svona lagað er oft upphafið á línuræktun á nýju litaafbgrigði. Þá væri þessi td látinn parast við systkyni sín eða afkvæmi og svo áfram við þau afkvæmanna sem eru með dekkstan sporð og áfram koll af kolli.
Eftir smá eftirgrenslan þá er sennilega um að ræða of mikið melamin á einum stað í fisknum sem framkallar svarta litinn. Þetta getur hugsanlega náð að erfast í afkvæmin.