
Þetta er gaddafi ,(feiti fiskurinn)
Vildi deila með ykkur smá reynslu. Þetta byrjaði fyrir viku síðan . Gaddafi var kominn með swimbladder vesen og réð ekkert við sig og flaut bara um , og á degi tvö var hann farinn að vera með blóðrauðan hala og kominn með einhverskonar bubble eye, og leit tjónaður út, þá tek ég uppá því að setja hann í 25 lítra tunnu með vatni úr fiskabúrinu og lyfja hann upp með tetra general tonic, auk þess fóðraði ég hann með grænum ora baunum og spergilkáli. Og viti menn svimmbladderinn fer að lagast , þannig að hann flaut ekki um lengur . Samt á degi þrjú þá er hann ennþá í vandamálum með að halda sér láréttum og hann virðist kominn með hrikalega blóðsýkingu,(septicemia) grey fiskurinn er allur blóð runninn litlar æðar útum allt eld rauðar og bubble eye´ið er allsráðandi

En svo á einhverjum tímapunkti þá er ég að éta ólívur

Ég veit að ég hefði átt að taka myndir daglega og svona , en ég bjóst ekki við að hann mundi lifa. Og basicly það hvað hann fór að hressast hratt eftir að hann fékk ólvíur (grænar). Vildi bara deila þessu með ykkur .