Getur einhver lánað mér 27mm bor í gler eða vitið þið hvar svoleiðis fæst?
Ég verð að flytja búrið út í bílskúr og ákvað að bora það þá bara í leiðinni.
Færðu ekki svona bor í verkfæradótabúðum, verkfæralagernum, td. í Smáranum? þeir væru þá ábyggilega einnota , en svo fást þessir borar í öllum alvöru verkfærabúðum, ( koata ábyggilega sitt þar) voru allavega með þetta í "gamla" daga.
Squinchy wrote:spurningin er hvað vörin á gegnumtakinu sé stór, ef nippillinn er 32mm hvað er þá vörin sem situr upp að glerinu stór?
Hún ætti nú reyndar alveg að covera 1mm svo það er þá ekki aðal málið.
Ég var ekki alveg sannfærður um að þetta væri réttur bor, þetta var merkt sem flísabor og var svona sívalningur með kurli á endanum. Eru ykkar eitthvað selldir sem sérstaklega fyrir gler eða hafið þið verið að nota flísa dót?
flísaborar eru fínir í fiskabúrin. Þægilegast að vera með jig til að halda honum á sínum stað, hafa nóg af vatni í boruninni og passa að setja engan þrýsting á borinn, sérstaklega þegar maður er að komast í gegn.