Hugmyndir

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Hugmyndir

Post by stebbi »

Mig vantar hugmyndir um hvaða fiska ég á að fá mér í 430 lítra búr.

Ég er búinn að pæla mikið í hvað ég á að fá mér í það og get engann veginn ákveðið mig.
Ég er búinn að prófa alla flóruna frá gúbbí uppí diskus svo að ég á eiginlega ekki eftir að prófa neitt nema sjávarbúr en ég hef ekkert efni á því.

Ég er opinn fyrir öllu nema afrískum síkliðum (ekkert hrifinn af þeim)
Mig langar í pírana en langar að hafa meira en eina tegund, mig langar í risa en langar líka í smáfiska svo ég er orðinn grænn í framan af pælingum svo mig vantar hugmyndir.

Svo fáiði að sjá afraksturinn þegar ákvörðun verður tekin
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Hér er lausnin, brackish búr.

Image
Toxotes jaculatrix (mynd tekin af vef fiskabur.is)

Meira hér
http://badmanstropicalfish.com/profiles/profile95.html
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Nee líst ekki alveg nógu vel á brackish, allavegana ekki núna.

Það er aðeins byrjuð að koma mynd á búrið en mig vantar stóra rót eða eitthvað í annann endann á búrinu.
Á einhver stóra rót sem hann þarf að losa sig við :P
Image

Annars er þetta komið útí það að verða annaðhvort community eða píranafiskar
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

ég á 4 stórar og flotar rætur sem ég hef ekkert að gera við 8)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Hvernig hreinsibúnaður verður ?, salt er ekkert svo dýrt lengur
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

Ég á 2 tunnudælur sem ég er að spá í að tengja við búrið, ég man ekki hvaða lítratala er á þeim en önnur þeirra hefur haldið búrinu hreinu frá því ég fékk það, hin er bara fyrir aukið hreinlæti :P
Post Reply