300l. búrið mitt, aftur.

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

300l. búrið mitt, aftur.

Post by Mr. Skúli »

Jæja nú er fluttur í Grundarfjörð og er að setja búrið upp aftur, núna verður það alveg gjörbreytt!

Er kominn með nýjan sand, svartann mjög fínan sand (eins og í sandkössum) og nýja steina og allt bara! Er meira að segja að velta fyrir mér hvort ég ætti að fá mér nýja fiska í búrið þar sem pangasíusarnir mínir drápust í pössuninni:/ Jafnvel fæ ég mér bara nýja pangasíusa og aðra fiska með þeim!

En eins og venjulega verður maður að sýna myndir!

Image
Hér er sandurinn kominn í, mjög skítugur!

Image
Ekki jafn þungur núna!

Image
Hérna er ég búinn að fylla í fyrsta skiptið, er búinn að tæma og fylla aftur svona 3 sinnm eftir þetta!

Image
Hérna er svo grjótið sem fer í, allavega byrjunin af því.

Image
Búið að stilla upp og á bara eftir að fylla aftur.

Image
Ooog svo búið að fylla, í annað sinn eftir að ég set steinana ofaní, svo á ég eftir að bæta alveg slatta við!

Núna langar mig í smá hugmyndir, mig langar að fá mér pangasíus aftur, og mig langar líka í RTC, ef ég fæ mér RTC get ég verið með hann í þessu búri í 9 mánuði, komið með uppástungur með hvað væri gaman að vera með, veit að það er gaman að vera með allt en mig langar í eitthvað unique(?).
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Þreifstu ekki sandinn áður en að þú settir hann ofaní ??
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég segi einn pangasius, einn RTC, einn TSN og einn RTCxTSN :wink:

svo eftir nokkra mánuði þegar þeir eru orðnir of stórir fyrir búrið færðu þér bara eitthvað nýtt
-Andri
695-4495

Image
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

Gudjon wrote:Þreifstu ekki sandinn áður en að þú settir hann ofaní ??
Ég keifti hann í þeim skilningi að þetta væri hrinsað og fínt! Gæjinn sagði að þetta væri hreinsað svo lítil born gætu verið að éta þetta á leikskólunum án þess að verða veik!.. :roll:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Hörkuvinna að hreinsa sandinn :?

Það er nú orðið erfitt að fá eitthvað unique nú til dags, ef einn finnur sér spes fisk eru allir komnir með svoleiðis eftir mánuð.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

já satt, nema hann kosti bara nógu helvíti mikið maður!.. :lol:
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

Rauða Arowonu?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

á hvað, 50.000? :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

50.000.- ef þú ert heppinn. :-)
Eru ekki þessir gullfallegu rauðu óskarar sem þú átt bara fínir í búrið ?
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

jú þeir verða áfram, veit ekki hvað ég ætti að fá mér meira..
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

jack dempsy og green terror og kanski einn WC eru mín meðmæli, þeir eru snillingar
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Það verður eflaust mjög erfitt að fá þennan sand "hreinan".
En bara vonandi gengur þér vel með það.
Mr. Skúli
Posts: 463
Joined: 10 Nov 2006, 19:54
Location: Hafnafjörður
Contact:

Post by Mr. Skúli »

hann er orðinn frekar hreinn sko... en hann mætti vera hreinni...
User avatar
Benzmann
Posts: 63
Joined: 20 Aug 2007, 22:39
Location: Reykjavik , Iceland

Post by Benzmann »

góð tunnudæla reddar þessum skít in no time :P
ulli
Posts: 2777
Joined: 08 May 2007, 00:45
Location: Ísland

Post by ulli »

er jack dempsy eini fiskurinn sem nefndur er eftir boxara?
Svavar
Posts: 385
Joined: 03 Sep 2007, 08:51
Location: Sauðárkróki

Post by Svavar »

Lúkkið á búrinu þínu gæti heitað "hvað býr í þokunni" svakalega skemmtilegt, ég fékk einu sinni svipað lúkk en þá fékk ég þá "frábæru" hugmynd að flitja búrið mitt og það var mold í botninum og kippi upp 2 stæðstu plöntunum mínum og ætlaði aldrey að fynna 15 cm diskusana mína í því. Annars bara svona afþví að þú ert komin á Grundafjörð, þekkir þú hana Hrafnhildi vinkonu mína ?
Diskus og aðrir skrautfiskar.

Heimasíða http://www.facebook.com/#!/pages/Skraut ... 2348325143
Post Reply