Búinn að vera með Takifugu occelatus puffer, Senegalusa, afrískan hnífafisk, Parachanna obscura, kribba, venusarfiska, demantasíkliður, Jack Dempsey og ég er örugglega að gleyma einhverju.
Það hefur verið í gangi síðan 2010 en ég tæmi það á sumrin og gef eða sel fiskana, skipti stundum oftar um fiska ef þeir eru að verða of stórir fyrir búrið.
Fékk mér Flowerhorn í haust í búrið:
Hann var mjög lítill og ég var að vonast til að hann myndi endast fram á sumarfrí.
Mikill karakter og krakkarnir hafa gaman að honum, hann stekkur upp í matinn og bítur krakkana stundum.
Nú um áramótin var hann orðinn ansi stór fyrir þetta litla búr svo ég tók hann heim og skellti honum í 200L búr

Það eru 4x ancistrur með honum, sé hvernig það gengur.


Enn eftir að innrétta búrið:
