Ég er með mjög lítið magn af möl í botninum svo það er mjög auðvelt að ryksuga allan botninn.
ég var búin að myrkva búrið í 4 sólahringa (skipta um vatn áður og eftir)
Get ekki einu sinni talið hve oft ég er búin að skipta um vatn á þessum stutta tíma sem ég hef átt búrið.
búin að skipta um dælu, búin að skipta um innvols úr dælunni og allan fjandann.
alls ekki of mikil matargjöf. og er búin að þræða leiðbeiningarnar hvernig á að losna við þetta og EKKERT hefur virkað, ég hef nú áður lennt í því að eiga nýtt búr sem varð hvítt en það var ekkert mál að laga það.. en þetta búr er búið að vera algjört vandamál.
það er alltaf strax orðið hvítt eftir að ég skipti um vatn á nokkrum kl-tímum.
En það gerðist kraftaverk!
Það var alveg skýjað og var að breytast yfir í grænt vatn eins og vanalega en það byrjaði allt í einu að verða tært.
ég gat horft á búrið verða tært og þetta gerðist á nokkrum klukkutímum. svo vandamálið er úr sögu og loks er hægt að njóta þess að horfa á það
Elma wrote:Hvítt vatn þýðir að það er ofvöxtur í bakteríum, (bakteríusprengja)
skiptiru um allt í búrinu? s.s þegar þú þreifst það, skipturu um allt vatn, þreiftu (ryksugaðiru) mölina
og þreifstu dæluna? Eða gerðir eitthvað til að koma þessu af stað?
skipturu um möl?
grænt vatn þýðir ofvöxtur í þörungum (þörungasprengja)
Ertu að gefa mikið?
Hvað skiptiru um mikið vatn í einu og hvað oft?
bæði "hvítt vatn" og "grænt vatn" er hættulegt fyrir íbúa fiskabúrsins,
þar sem þörungarnir (græna vatnið) taka hættulega mikið súrefni til sín
og þar sem bakteríurnar (hvíta vatnið) búa til mikið af ammoníaki.
UV ljós er góð lausn við þessu.
Ef þú ert ekki með gróður þá mæli ég með 50% vatnsskiptum
og setja svo teppi eða eitthvað annað yfir búrið og myrkva það þangað til allt
er horfið,ekki gefa neitt á meðan.
Skipta svo um 50% af vatni aftur þegar þessu er lokið.