Ok hér er ég algjör nýgræðingur og veit ekkert um rækjur. Nýbúin að setja upp rækjubúr.
Vil ráð og coment frá þeim sem hafa ráð og reynslu.
Eru til margar tegundir af ferskvatnsrækju?
Er hægt að hafa fiska með án þess að þær verði étnar? (Þær eru svo litlar )
Hvað ber að varast og hvað er gott?
Þarf að gefa þessu?
Er hægt að hafa humar með rækjum?
Mjög margar tegundir til, margar skyldar og geta fjölgað sér saman.
Engir fiskar. Sama hve smáir, þeir kroppa alltaf eitthvað í þær.
Það borgar sig að gefa þeim. Lítið. Snöggsoðið spínatblað og eitthvað þvíumlíkt öðru hvoru er mjög vinsælt.
Humar gengur. En hann étur þær. Spurning hvort það teljist nokkuð að ganga
Já Keli það minnir mig á þegar ég verslaði nokkra humra i 400 búrið,svona sæmilega stóra hehe, en það var fyrir 50 cm Arowana sem stóð á blistrinu skömmu seinna þá var humarhátið hjá sumum.
Takk fyrir þessi coment Keli og ég fer að stúdera rækur öðrvisi en að hafa þær i samloku
Ég er með 50 lítra rækjubúr, og er með 3stk otocinclus með rækjunum. Það sést voðalega lítið af ungum rækjum eftir að ég setti ottóana með. Samt er nóg að éta og ottóarnir venjulega taldir einir af þeim fiskum sem ganga hvað best með rækjum.
Svona leit það út í byrjun nóvember..
Flotgróðurinn er alveg búinn að taka yfir - sem ég kann ágætlega við, rækjurnar hafa skjól og næringu í honum og þá fer ekki alveg jafn mikið ljós í búrið til að valda þörungavandamálum.
Svo blómstrar flotgróðurinn stanslaus.. Ekkert voða merkileg blóm samt
Óli, þú skoðaðir greinilega ekki nógu vel í búrin hjá mér þegar þú komst í heimsókn.
Ég er með mörghundruð rækjur í búrunum mínum og þær ganga vel með endler,guppy, molly, ancistum og corydoras hjá mér.
Það kom mér mikið á óvart að stórir fiskar eins og molly virðast láta rækjurnar í friði, ég sé þá stundum grípa rækju en alltaf spýta henn út aftur.
Ég er meira að seigja farinn að háfa rækjur úr þessum búrum og nota sem fóður fyrir aðra fiska.
Nii. Bakteríur vinna á ammóníaki og nítríti. Allur gróður er hinsvegar (mis)duglegur að taka upp nítrat. Hraðvaxta plöntur eins og flotgróðurinn eru sérstaklega hentugar að því leyti.
Ég var með búr þar sem cianobacteria var allsráðandi.
Svo setti ég vatnakál í búrið og cianobakterían hvarf eftir nokkra daga.
Spurning hvort að það hafi verið kálinu að þakka?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L