Vandræði með Bakgrunn

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Skvísan
Posts: 7
Joined: 03 Oct 2007, 16:58

Vandræði með Bakgrunn

Post by Skvísan »

Ég keypti mér nýtt búr um daginn og áhvað að vera grand á því og splæsti í juwel rock 600 bakgrunn.
Svo eftir rétt um viku byrjaði hann allur að flagna, og núna er hann nánast að verða svartur.
Veit einhver afhverju þetta getur verið.
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/verslun/bakgrunnar
Þið sjáið hann neðst á síðunni.
Svo á ég myndir af mínum hvernig hann er orðinn núna, enn ég kann
ekki að skella myndum hérna inn.

Kv. Pesi[/img]
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Getur notað www.fishfiles.net til að henda mynd inn.


Ef málningin er að flagna af þá hljómar þetta eins og bakgrunnurinn sé eitthvað gallaður.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Skvísan
Posts: 7
Joined: 03 Oct 2007, 16:58

Post by Skvísan »

Image
Skvísan
Posts: 7
Joined: 03 Oct 2007, 16:58

Post by Skvísan »

Image
Skvísan
Posts: 7
Joined: 03 Oct 2007, 16:58

Post by Skvísan »

Takk fyrir að benda mér á þetta forrit, auðvelt og þægilegt.
Enn núna sjái þið hvernig þetta lýtur út.
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Er etta ein plata eða fleiri af bakgrunninum?
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Eru þetta ekki bara þörungar á bakgrunninum?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Skvísan
Posts: 7
Joined: 03 Oct 2007, 16:58

Post by Skvísan »

Þetta eru 3 plötur í heildina og þetta er EKKI þörungur. Það fljóta leifar af bakgrunninum útum allt búr og í dælunni getur bara ekki verið þörungur.
Þetta eru allar plöturnar mismikið sem fer af þeim. :shock:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það er rosaleg tilviljun að kaupa 3 plötur og allar gallaðar.
Hefur þú talað við einhvern í búðinni og spurt hvort það hafi komið einhver tilfelli? Alltaf möguleiki á að verksmiðjan hafi klúðrað framleiðslunni.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
Skvísan
Posts: 7
Joined: 03 Oct 2007, 16:58

Post by Skvísan »

Já þetta er alveg furðulegt, hvernig þetta er.
Því að þetta er í öllum plötunum, já ég er búinn að tala við þá í búðinni og senda þeim þessar myndir og þeir skilja ekkert í þessu og hafa ekki heyrt um svona áður.
5 dögum eftir að ég startaði búrinu, þá var þetta farið að verða áberandi að það væri farið að flagna af.
Alveg ótrúlegt.
Nú þarf maður að tæma búrið og að skera þennann bakgrunn úr, shiii ég kíttaði þetta svoldið hressilega í, því það átti ekkert að hreyfa við þessu, enn neinei þá þarf þetta helvítins helvíti að vera gallað :twisted:
Það er alltaf sama heppninn i manni :D
User avatar
thunderwolf
Posts: 232
Joined: 17 Aug 2007, 15:02
Location: Hafnarfjörður

Post by thunderwolf »

varstu ekki að því að bæta heit vatn til að flýta sér fyrir..?
Skvísan
Posts: 7
Joined: 03 Oct 2007, 16:58

Post by Skvísan »

Nei ég setti ekki heit vatn útí búrið og hef aldrei gert það.
Ég setti kalt vatn í það þegar ég var að starta því, þannig að það getur ekki verið örsökin.
Þetta hefur bara verið gallað þetta dót, er að græja gamla búrið mitt svo ég geti fært fiskana aftur i það svo að ég geti farið að skera þetta úr.
Ég sem kíttaði þetta alveg ruddalega vel í, það átti ekki að hreyfa þetta næstu árin :roll:
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Færðu ekki nýja bakgrunna þar sem þú keyptir þá?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Heitt vatn ætti ekki að gera neitt við þetta, það vantar örugglega bara glæru yfir málinguna á grunninum
Kv. Jökull
Dyralif.is
Post Reply