er með par af fiðrildasíkliðum í 180 lítra gróðurbúrinu mínu
um daginn byrjuðu þær að hrygna og þar sem kardinálatetrunum í búrinu þóttu hrognin svo ógurlega góð var brugðið á það ráð að skella Þeim í litla 16 lítra búrið sem ég var búinn að græja í hilluna undir stóra búrinu

eftir klukkutíma var þetta orðið svona

tveim dögum seinna voru foreldrarnir búnir að raða kviðpokaseiðunum í holu sem þau grófu í horninu og pössuðu vel uppá þau. Þar tók ég ákvörðun um að taka foreldrana frá þar sem fiðrildasíkliður eru þekktar fyrir að éta undan sér
í kvöld var þetta orðið svona (afsakið lélegar myndir, er bara að taka á símann minn og autofocusinn fílar ekki að taka fiskamyndir)
