Svona geri ég á 600 lítra búrinu mínu, smíðaði sjálfur hreinsikerfið í það, nota Xp3 og Sacem 1500L/h
1. tek dæluna úr sambandi
2. loka fyrir slöngurnar með kúluventlum (Xp3 hefur innbyggt lokunar kerfi)
3. losa dælunar frá slöngunum
4. Þríf dælurnar
5. Tæmi rörið sem skilar vatninu úr dælunum þannig að ekkert "syphon" myndast og loftið sem er í dælunum nær að sleppa út um það rör
6. tengi dælurnar upp á nýtt við slöngurnar
7. opna fyrir intaks kúluventilinn á báðum dælum og síðan útaks ventilinn fyrir báðar, þá byrjar að flæða í dælurnar og þær fyllast
8. Set þær í samband og maður er búinn
Fyrir 170L búrið er ég með Aquael 250 650L/h tunnudælu, hana er mega auðvelt að þrífa
1. tek hana úr sambandi
2. losa slöngurnar með handfangi sem lokar fyrir slöngurnar samtímis með því að snúa
3. fer með dæluna og þríf hana
4. set hanfangið aftur á sinn stað og sní til baka og þá byrjar dælan að fylla sig (Útaks endinn þarf að vera fyrir ofan yfir borðið því annars myndast "Syphon" í báðum slöngum og loftið kemst ekkert burt sem er innan í dælunni)
5. kveiki á dælunni
Edit:
Eitt líka gullið til að losna við allt loft úr tunnunni er að losa rólega um eina festinguna sem heldur henni saman þá fer allt auka loft burt, en veriði með handklæði við hendina, það getur frussast út um allt af miklum krafti ef maður fer of hratt og opnar of mikið
