Þetta á nú kanski ekki heima hér, en langaði endilega að deila með ykkur "fiskunum" mínum.
Um er að ræða tvær skjaldbökur. Báðar kvk
Red Eared Slider (RES) umþb 6 ára (Godzilla)
og
Yellow Bellied Slider umþb 5 ára (Sallý)
Þær eru orðnar mjög stórar og eru báðar mjög vinalegar, kippa sér ekkert við það að láta "klappa" sér sem er mjög þæginlegt,
þær eiga það til að reynað glefsa ef þær eru orðnar mjög svangar, en þá veit maður hvað þær vilja
Godzilla er þó aðeins meira tamin og hún kemur þegar kallað er á hana (yfirleitt)
Þær fá svo auðvitað góðan göngutúr ca. 2 í viku, og þá fá þær að vera frjálsar og vafra um íbúðina,
svo fara þær í lokinn í dimmasta hornið og leggja sig.
Keypti 10L fötu af sérstöku blönduðu fóðri að utan, svo þær fá alla þá næringu þar sem þær þurfa.
En nóg um þær, þá er það búrið, þetta er alls ekki eithvað sérstök aðstaða en ég gerði hana alla sjálfur nema búrið, það keypti ég heimasmíðað.
um er að ræða 400L búr sem er mjög breytt og lágt, rétt um 50cm, svo það rúmast rosalega vel fyrir þær til að synda um.
Það er ál rammi á toppinum með einni (styrkingu) voru tvær en tók hana burt þar sem ég sá ekki tilgang með henni þar sem hún var hálf laus og eingin spenna á henni, skildi þó hina eftir þar sem ég lagði pallinn beint ofaná þar svo ég þyrfti ekki að gera hann risa stóran yfir allt búrið, ramminn er orðinn frekar ljótur, en ætla að taka hann og pússa uppá nýtt og mögulega mála svartann, en svo er það bert að neðan, liggur bara á borðinu, fór vel yfir botnin og allt límkítti þegar ég fékk það og leit það allt frekar vel út.
Lét skera út fyrir mig plexigler til að búa til sólbaðspall fyrir þær (Basking Area) með 150W sólarlampa klemmdann á einn vegginn.
Seldu mér einnig sérstakt lím til að setja það saman, ætti ekki að segja frá því þar sem það er stranglega bannað. Nefnum ekki það fyrirtæki.
Keypti steina í botnin frá Fígaró uppá höfða, kostaði þónokkuð mikið þessir til að þekja botninn tvöfaldann, en þessir urðu fyrir valinu eftir þónokkrar leitir og tilraunir og kemur vel út og auðvelt að þrýfa.
Prófaði og keypti handa þeim 5 flottar plöntur til að lífga aðeins upp búrið og gera það náttúrlegra, keypti þær sterkustu sem til voru í gæludýr.is
en það varði ekki nema í nokkra daga þar sem þær átu þær allar og rifu þær upp, svo ég fjarlægði það allt aftur, en ef einhver á sniðuga hugmynd hvað ég gæti gert til að gera það meira "Natural" þá væru ábendingar vel þegnar.
Keypti síðan Led stöng í glæru plasti, límdi öll samskeyti til að gera loft/vatnsþétt sem ég mun síðan líma uppí þverslánna, ætla síðan að fá eins stöng og kaupa 90° plexigler og festa hinumegin við og festa þar uppí, en sú stöng yrði marglituð (breytanlegir litir) ætla svo að kaupa mér timer og dimmer til að búa til svona sólsetur á hvítu stönginni og láta hina taka við á nóttinni með lituðu ljósi.
Hreinsun:
Keypti mér eina XP3 Dælu, Moddaði hana eftir þessum þræði http://www.turtleforum.com/forum/upload ... pic=135200
En fann svo eitt til viðbótar til að gera við hana sjálfur sem ekki kom framm í þessum þræði, það var að porta/bora út inlet og outlet rörin sem eru ofaná motornum og gerði þá eins svera og hægt var, gríðarlegur munur eftir þessar breytingar, Mæli með þessu fyrir ykkur sem eigið Rena XP dælur, virkar fyrir allar, svo reyndar keypti ég einnig Rótorinn af ebay fyrir XP4 dælu sem jók flæðið um 30L/H.
það fann ég hér http://www.monsterfishkeepers.com/forum ... 71728.html
Með þessum breytingum er maður kominn með næstum tvöföldun á flæði fyrir XP3 dæluna, og henntar vel fyrir svona skriðdýr sem eru (sóðar).
Fór síðan í Barka og keypti með loftlagna rör 20mm, og vinkla til að setja saman, orginal rörin eru bara 15-16 mm svo þar jókst flæðið eithvað meir.
En þá var ég með annað búr þegar ég smíðaði þær, svo inntaks rörið nær ekki niður í botn (laga seinna)
Inní dælunni nota ég Matrix steina http://verslun.tjorvar.is/product_info. ... m6a14if9k0
Orginal grófari svampinn í sömu körfu (neðstu)
síðan Filterull í miðjunni keypt í gæludýr.is
síðan í efstu skipt í tvennt, Keramík filter og síðan Crystalwater sem kemur í veg fyrir þörungamyndun.
Búin að prufa mig áfram með ýmis setup og kom þetta best út og auðvelt að þjónusta.
Svo keypti ég mér tveggja stúta loftdælu og setti T stykki á aðra slönguna og hef 2 litla loftsteina sitthvoru megin og einn 20cm langan í miðjunni.
ATH: aðeins gert sem skraut/show, þar sem þær þurfa ekki súrefni í vatnið.
Svo einn stillanlegur 300w hitari, frekar lítill enn viðheldur hitastiginu ágætlega
Þetta er það helsta yfir þetta allt, svo tek ég það framm að þær eiga sitt eigið herbergi sem er geymsla og er 8fm, svo þær hafa það bara næs!
Svo læt ég nokkrar myndir af þessu og reyni svo að uppfæra í hvert skipti sem ég betrumbæti uppsetninguna!
Endilega segjið ykkar skoðanir og ábendingar, en eingin skítaköst samt
Takk fyrir, Kv turtle boy










