
Ég heiti Eydís
Ég er með sirka 120-130l ferskvatnsbúr sem ég er að sjá um í vinnunni minni. Það eru 8 gullfiskar, 1 ryksuga og 1 annar sem ég veit ekki hvað er.
Það er þrifið einu sinni í mánuði. Þá er 3/4 af vatninu tekið og skipt út og steinarnir 'ryksugaðir'
Dælan er þrifin einu sinni í viku og smá vatni skipt út 1 sinni í viku. Og þeim gefið að borða 2svar á dag.
Hvaða hitastig þarf að vera á vatninu þegar ég skipti því út?
Og þarf ég setja einhver efni sem viðhalda góðri bakteríu flóru eða hjálpar við niðurbort á mat og úrgangi?
Nema sú flóra sé nú þegar komin upp í búrinu og viðhaldi sér bara sjálf ef ég tek aldrei allt vatnið?
Er með efni sem kallast Safe Water filter aid frá King British er það einhvað sem ég ætti að vera setja í vikulega þegar ég þríf dæluna og skipti út smá vatni ?
Einnig er ég með AlguMin frá Tetra og vantar upplýsingar hvernig þar er notað ?
Með fyrirfram þökk
Eydís Hjaltalín.