Búrið er 210 lítrar og þetta verður vel plantað community búr, ákvað að prófa þá leið að vera með nokkuð mikið af grjóti, er samt ekki viss með þessa uppsetningu, fer kanski alveg 360 gráður á þessu eftir einhvern tíma.
Var reyndar nokkurn tíma að breyta fram og til baka,


Endaði svo á þessari uppsetningu.

vinstri hliðin

hægri hliðin

Ég ætla svo að skella 3 39W T5 perum og 2 30W T8 perum yfir búrið, verð svo með CO2 á kút og á svo eftir að finna út hvernig planið verðuð með næringuna, en mun nota EI, fyrir þá sem þekkja það.
Hvað fiska varðar, þá var ég að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að prófa að fá mér nokkra rama, microgapheogus ramirezi, heita þeir það ekki?
Verð svo náttúrulega að fá mér svona 4-5 SAE, kanski nokkra Otoa, 2-3 ancistrur og svo hrúgu af einhverri tetrutegund, e.t.v. rummy nose, demanta tetru eða álíka. Hugmyndir og uppástungur vel þegnar. Geri svo ráð fyrir að fá mér 3-4 YoYo bótíur.
Ég ætla svo að reyna að pósta inn með framgangi verksins