Kribbabörn

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Kribbabörn

Post by jeg »

Sonur minn á Kribba par og nú er fjölgað.
Hamingjan er mikil hjá litla manninum og mikil spenna eftir að sjá lítil fiskabörn.

Málið er:
Hvenær þarf að fara gefa þeim?
Hvenær er óhætt að fjarlæja foreldra?
Hvort foreldrið er betra að skilja eftir hjá seyðunum?
Þarf ekki að passa vatnskilyriðin vel?
Þola krílin alveg smá vatnskipti?(er í vanda með að halda n3
niðri nema með vatnskiptum)

Ætla ekki að láta þau fjölga sér strax aftur þar sem þau einoka alveg þetta búr og það er EKKERT hægt að hafa með þeim.
Lítið gaman af því.

Allavega þá væri gaman að sjá nokkur seyði komast upp svo aðstoð ykkar væri vel þegin :-)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Skiptu bara um vatn eftir þörfum, passaðu að hitastigið sé það sama og láttu renna varlega í búrið.
Ekki gefa meira en venjulega fyrstu dagana og ekkert hafa áhyggjur af því að fóðra seiðin sérstaklega fyrr en eftir 1-2 vikur.
Taktu karlinn frekar frá og sérstaklega þegar kerla fer að reka hann í burtu.
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Okey takk fyrir þetta.
Var að spá: Ég á von á nokkrum plegga seyðum Ca 1,5 cm drepur kellan þau ef ég set þau hjá henni eftir ca 2 vikur?
Það er nefnilega alveg rosa þörf á ræstingu :P
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Jæja þar sem ég vissi nú að ég hefði gert þennan þráð í haust er best að nota hann áfram stað þess að búa til nýjann.

Þar sem ég er mikið búin að vera að spá í hvernig maður getur séð kynið á þessum Kribbabörnum,
langar mig að ath hvort einhver viti fyrir víst hvernig maður sér út kyn þeirra ???
Getur verið að stærðin sé ekki málið (þar sem þau eru ekki nema 1-2 cm)
heldur liturinn ???
Ég tek eftir því að sum eru nánast litlaus en önnur eru með fína svarta sportrönd.
þannig að kk sé litlaus/lítill og kvk með rönd ???
Þetta er ekki Super red par.
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Það sem ég er búin að lesa mér til um er að það er hægt að þekkja þau í sundur á bakuggunum, karlarnir fá strax áberandi odd á bakuggann, á meðan kerlan er með rúnaðri bakugga.

ÉG er búin að vera að reyna að rýna í þetta hjá mér en það er voðalega erfitt að sjá það, enda eru mín seyði mánuðinum yngri en þín. En sum eru einmitt með mjög áberandi svarta rönd og þau finnst mér vera stærri, hin eru meira dröfnótt, með daufari rönd. Ef þú kemst að einhverju, endilega póstaðu því :)

Viðbót:
Fann þetta á netinu:
Sexing: You can’t really tell sexes till they hit about 1.5 inches (tæpir 4 cm). Then the females start developing a reddish tint to their belly. Their bellies also start growing rounder -- if you feed them well. Males start growing larger bodies and fins. Their top and bottom fins grow longer points. Fins are more rounded on the females. Females develop more color than the males -- a true exception in fishes.

http://aqualandpetsplus.com/Cichlid,%20Kribensis.htm

Svo las ég á öðrum stað að kerlurnar væru stærri á unga aldri og með "pinkish" maga... sel það nú ekki dýrara.
Post Reply