[Anna] - Búrið mitt
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
[Anna] - Búrið mitt
Jæja, eftir að hafa verið með 54l gullfiskabúr (og lent í smá upphafsklandri) síðan í júlí, þá sló ég til og setti upp 160l búr. Það stóð nú tómt í ca 10 daga eftir að ég keypti það, en loksins kom ég mér til þess að setja það upp. Tók sand úr gullfiskabúrinu og skellti svo gullfiskunum 4 og einum skala í búrið. Keyrði það þannig í viku.
Búin að setja gróður, rót (sem litar from hell), sand náttúrulega og svo plönturæfla. Fékk reyndar eina vígalega plöntu frá Vargi (takk Vargur ) sem gullfiskarnir borðuðu svolítið af.
Í fyrradag fóru gullfiskarnir aftur heim í búrið sitt, en skalinn varð eftir ásamt tveim ancistrubörnum. Í gær var svo farið í verslunarleiðangur (með krökkunum) og enduðum við í Fiskó en þeir áttu alveg gullfallegar kongó tetrur, sem tilheyra núna búrinu mínu ásamt einum nýjum pínulitlum skala og svo nannacara anomala pari. Jú og tvær ancistrur.
En Adam var ekki lengi í paradís...
Þegar ég kom seint heim í kvöld þá lágu allar tetrurnar á botninum og kipptust til og önduðu ótt og títt, skalarnir voru syndandi en ekki sprækir, dvergsíkliðurnar var hvergi að finna (hef bara séð skuggann af þeim síðan ég setti þær í búrið) en ryksugurnar voru á fullu. Mig grunaði nú strax að það væri eitthvað nítrít dæmi í gangi þar em fyrir 2 dögum setti ég einhverja þörungabotntöflu í búrið.
Fór strax í vatnsskipti (búin að koma mér upp slöngusystemi, ferlega næs) og viti menn, tetrurnar, skalarnir OG dvergsíkliðurnar lifnuðu við og syntu um og tóku mat
Allavegana, þá er planið að bæta við 1 kribbapari og sjá svo til.
Öll ráð og heillaóskir vel þegnar
Myndir síðar...
Búin að setja gróður, rót (sem litar from hell), sand náttúrulega og svo plönturæfla. Fékk reyndar eina vígalega plöntu frá Vargi (takk Vargur ) sem gullfiskarnir borðuðu svolítið af.
Í fyrradag fóru gullfiskarnir aftur heim í búrið sitt, en skalinn varð eftir ásamt tveim ancistrubörnum. Í gær var svo farið í verslunarleiðangur (með krökkunum) og enduðum við í Fiskó en þeir áttu alveg gullfallegar kongó tetrur, sem tilheyra núna búrinu mínu ásamt einum nýjum pínulitlum skala og svo nannacara anomala pari. Jú og tvær ancistrur.
En Adam var ekki lengi í paradís...
Þegar ég kom seint heim í kvöld þá lágu allar tetrurnar á botninum og kipptust til og önduðu ótt og títt, skalarnir voru syndandi en ekki sprækir, dvergsíkliðurnar var hvergi að finna (hef bara séð skuggann af þeim síðan ég setti þær í búrið) en ryksugurnar voru á fullu. Mig grunaði nú strax að það væri eitthvað nítrít dæmi í gangi þar em fyrir 2 dögum setti ég einhverja þörungabotntöflu í búrið.
Fór strax í vatnsskipti (búin að koma mér upp slöngusystemi, ferlega næs) og viti menn, tetrurnar, skalarnir OG dvergsíkliðurnar lifnuðu við og syntu um og tóku mat
Allavegana, þá er planið að bæta við 1 kribbapari og sjá svo til.
Öll ráð og heillaóskir vel þegnar
Myndir síðar...
Last edited by Anna on 08 Mar 2008, 11:11, edited 2 times in total.
Re: Búrið mitt - nýgræðingur
Til hamingju með búrið og gangi þér velAnna wrote: heillaóskir vel þegnar
hinkraðu með að bæta fleiri fiskum í amk 2-3 vikur þangað til að það kemst betra jafnvægi á það.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Myndir:
Yfirlitsmynd
Pínulítið hvítt skala grey
Nannacara anomala kall í hellinum sínum (tekið á ISO1600, svolítið noise)
Sami kall að gægjast - hann var mjög feiminn en er aðeins að sýna sig meira núna. Sá hann m.a. synda í miðju búrinu í dag
Nannacara anomala kerling - talsvert hugaðri en karlinn, rekur hann tam í burtu (hún á rótina, hann á steinana) sem og tetrurnar og skalana.
Það eru 7 kongó tetrur, 4 karlar og 3 kerlur. Stærsti karlinn og stærsta kerlingin held ég að séu að para sig, amk rekur hann hina karlana í burtu og svo eru þau tvö í æsilegum eltingaleik útum allt búrið, stilla sér svo upp hlið við hlið og hristast og skekja sig og synda svo á fullu aftur af stað - ferlega fyndið að horfa á
Yfirlitsmynd
Pínulítið hvítt skala grey
Nannacara anomala kall í hellinum sínum (tekið á ISO1600, svolítið noise)
Sami kall að gægjast - hann var mjög feiminn en er aðeins að sýna sig meira núna. Sá hann m.a. synda í miðju búrinu í dag
Nannacara anomala kerling - talsvert hugaðri en karlinn, rekur hann tam í burtu (hún á rótina, hann á steinana) sem og tetrurnar og skalana.
Það eru 7 kongó tetrur, 4 karlar og 3 kerlur. Stærsti karlinn og stærsta kerlingin held ég að séu að para sig, amk rekur hann hina karlana í burtu og svo eru þau tvö í æsilegum eltingaleik útum allt búrið, stilla sér svo upp hlið við hlið og hristast og skekja sig og synda svo á fullu aftur af stað - ferlega fyndið að horfa á
-
- Posts: 158
- Joined: 02 Apr 2007, 17:08
Takk kærlega - bakgrunnurinn, veit ekki, fylgdi búrinu. Vargur getur svarað því. Annars þarf að laga hann. Geri það síðar.Glæsilegt búrið hjá þér --- ó, og HEILLAÓSKIR sendi ég þér hér með
Takk takk ég er voðalega ánægð með þetta, kongó tetrurnar komu verulega á óvart.Fínt hjá þér búrið.
Þessar congó tetrur eru rosalega skemmtilegar og fallegar
Takk fyrir - ég er mjög ánægð með það Ég er mjög ánægð með rótina, fékk hana í Dýragarðinum. Steinarnir eru úr fjörunni fyrir neðan hús hjá mér, reyndar er einn sem er bútur úr sagaðu stuðlabergi þannig að hann situr á tveim steinum og hinir eru staflaðir ofaná og í kring. Fínir hellar og felustaðir þar.Rodor wrote:Já, þetta er glæsilegt búr hjá þér. Og rótin finnst mér skemmtileg svona í L og nær alveg upp undir vatnsyfirborð. Steinarnir koma líka vel út.
Ég gæti trúað því að fiskarnir séu svona vegna þess að það er ekki komið jafnvægi á búrið, mig minnir að það sé 3 - 4 vikna ferli.
Fiskarnir eru bara kátir, ég held að búrið sé að komast í jafnvægi, ég hef reyndar skipt svolítið ört út vatni, ca annan hvern dag undanfarið vegna þess að rótin litar svo hrikalega. Svo er það bara svo gaman með slöngusysteminu (já ég veit, ég er biluð)
Nannacara anomala parið er að para sig, svaka eltingaleikur og dans, sýna flota liti bæði, bláa og rauða og sperra sig og hristast. Hingað til hafa þau bara ráðist á hvort annað hafa þau hist á annað borð.
Búrið mitt - einelti??
Jæja, þá er búrið búið að keyra í ca 14 daga. So far so good Fór meira að segja til útlanda í 5 daga og allir fiskarnir voru lifandi þegar við komum heim
Það hefur bæst einn fullvaxinn kribbakarl í hópinn, svo bætist vonandi við kerling í næstu viku þegar það koma sendingar í fiskabúr.is og/eða dýragarðinn.
Nema hvað, nannacara anomalia karlinn er að fá fyrir ferðina - kerlingin ræðst í sífellu á hann og hann á engan griðarstað eftir. Í gær fann hann grið að híma upp við yfirborðið í einu horninu, en núna eirir hún honum það ekki einusinni. Hann er alltaf spenntur og reigður með uggana blísperrta. Hvað er til ráða? Bæta við annarri kerlingu, eða vona að kribbakerling breyti hegðuninni? Þarf ég kannski að fjölga felustöðum? Gróðurinn er að taka hægt við sér, en er samt hálfgerð eyðimörk ennþá.
Það hefur bæst einn fullvaxinn kribbakarl í hópinn, svo bætist vonandi við kerling í næstu viku þegar það koma sendingar í fiskabúr.is og/eða dýragarðinn.
Nema hvað, nannacara anomalia karlinn er að fá fyrir ferðina - kerlingin ræðst í sífellu á hann og hann á engan griðarstað eftir. Í gær fann hann grið að híma upp við yfirborðið í einu horninu, en núna eirir hún honum það ekki einusinni. Hann er alltaf spenntur og reigður með uggana blísperrta. Hvað er til ráða? Bæta við annarri kerlingu, eða vona að kribbakerling breyti hegðuninni? Þarf ég kannski að fjölga felustöðum? Gróðurinn er að taka hægt við sér, en er samt hálfgerð eyðimörk ennþá.
Jæja, er ekki kominn smá tími á öppdeit
Búrið hefur nú ekki breyst mikið frá því ég setti það upp, nema íbúarnir og gróðurinn
Núverandi íbúar eru
2 skalar (par)
2 Kribbar (par)
1 kribbaunglingur sem ég næ ekki
4 ancistrur
2 SAE
4 svarttetrur
4 neon tetrur
4 glow-light tetrur
Yfirlitsmynd:
Skalapabbi:
Skalamamma:
SAE:
Svarttetra:
Nýji kribbakarlinn:
Gróðurinn er einfaldur:
Risa vallinisera sem ég þarf að taka ofanaf og grisja
2 Sverðplöntur
vallinisera nana
1 lítil anubias nana
svo eru leyfar af java mosa sem er kominn annað núna
Nú - svo setti ég upp annað búr, um 60 lítra:
Í því eru núna 6 kribbaunglingar í góðu yfirlæti.
Gróðurinn í því er:
2 vallinisera nana
1 anubais á litlum rótarhnúð
1 nomaphila siamensis parvofolia (hlakka mjög til að sjá hvernig þessi kemur til)
1 lysimachia nummularia aurea
1 vallinisera twister (veit ekki frekari deili á henni)
2 sverðplanta
Þetta búr er bara búið að keyra í ca viku og gróðurinn bara nýkominn í - þannig að það er nú ekki mikð að sjá só far. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út.
Búrið hefur nú ekki breyst mikið frá því ég setti það upp, nema íbúarnir og gróðurinn
Núverandi íbúar eru
2 skalar (par)
2 Kribbar (par)
1 kribbaunglingur sem ég næ ekki
4 ancistrur
2 SAE
4 svarttetrur
4 neon tetrur
4 glow-light tetrur
Yfirlitsmynd:
Skalapabbi:
Skalamamma:
SAE:
Svarttetra:
Nýji kribbakarlinn:
Gróðurinn er einfaldur:
Risa vallinisera sem ég þarf að taka ofanaf og grisja
2 Sverðplöntur
vallinisera nana
1 lítil anubias nana
svo eru leyfar af java mosa sem er kominn annað núna
Nú - svo setti ég upp annað búr, um 60 lítra:
Í því eru núna 6 kribbaunglingar í góðu yfirlæti.
Gróðurinn í því er:
2 vallinisera nana
1 anubais á litlum rótarhnúð
1 nomaphila siamensis parvofolia (hlakka mjög til að sjá hvernig þessi kemur til)
1 lysimachia nummularia aurea
1 vallinisera twister (veit ekki frekari deili á henni)
2 sverðplanta
Þetta búr er bara búið að keyra í ca viku og gróðurinn bara nýkominn í - þannig að það er nú ekki mikð að sjá só far. Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út.
Ég tók betri myndir úr litla búrinu þar sem kribbaunglingarnir eiga heima. Ég er með 7 stálpaða unglinga (hrygning í lok nóvember) og ég er ekki ennþá viss um kynið á þeim!
Líf og fjör hjá unglingunum:
Anubias nana
Nomaphila siamensis parvofolia
Lysimachia nummularia aurea
Þetta seiði er talsvert stærra (lengra og sverara) en hin, og með mun meiri liti. Þau eru 2 sem eru komin með áberandi rauðan lit á magann, en þetta þó sýnu meira:
Líf og fjör á kribbaheimilinu
Þetta sýnist mér vera hrygna. Rosalega fallega gul, fjólublá í augunum. Enginn rauður litur á maganum ennþá.
Líf og fjör hjá unglingunum:
Anubias nana
Nomaphila siamensis parvofolia
Lysimachia nummularia aurea
Þetta seiði er talsvert stærra (lengra og sverara) en hin, og með mun meiri liti. Þau eru 2 sem eru komin með áberandi rauðan lit á magann, en þetta þó sýnu meira:
Líf og fjör á kribbaheimilinu
Þetta sýnist mér vera hrygna. Rosalega fallega gul, fjólublá í augunum. Enginn rauður litur á maganum ennþá.
- Mozart,Felix og Rocky
- Posts: 409
- Joined: 03 Jan 2008, 17:33
- Location: 116 Kjalarnes
- Contact:
5 bótiur verða ekki lengi að slátra öllum sniglunum, og pleggar/ancistrur sjá um að borða eggin sem sniglarnir leggja
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is