Stebbabúr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Stebbabúr
Loksins eftir langa bið, leti og fjölgun mannkyns fékk ég mig til að starta búrinu mínu aftur eftir 3 mánaða fluttningapásu.
Byrjaði á því að raða steinunum mínum og rótunum mínum voða flott í búrið og byrjaði að fylla á búrið.
Neinei auðvitað tóku flottu ræturnar sem eru búnar að þorna í geymslunni í 3 ár uppá því að fljóta upp,
eftir smá væl og vein sökk minni rótin að sjálfdáðum en stærri rótin ætlar ekki að sökkva á næstunni.
Þannig að ég varð að endurraða öllu og festa rótina niður með grjóti.
Fór svo í dýragarðinn og fann þar eina flotta rót í viðbót sem var ekki með neitt vesen og sökk strax.
Keypti líka 4 gúbbífiska sem eiga að koma flórunni af stað.
Það hefur náttúrulega enginn gaman að svona póst nema hafa myndir með svo að við setjum nokkrar
Svona var ég búinn að raða þessu upp áður en ég setti vatnið í og var nokkuð sáttur bara nema þarna vantar nýju rótina
Svona s.s. lítur það út núna og íbúarnir eru 4 gúbbíar sem hafa ca 400L af vatni að svamla í
Blái fiskurinn er sérinnfluttur frá danmörku ef einhver getur tegundargreint hann þá er hann snillingur
Endilega kommentiði á þetta hjá mér hvað má betur fara og svona
Það verða einhverjar lifandi plöntur þarna á næstunni
Byrjaði á því að raða steinunum mínum og rótunum mínum voða flott í búrið og byrjaði að fylla á búrið.
Neinei auðvitað tóku flottu ræturnar sem eru búnar að þorna í geymslunni í 3 ár uppá því að fljóta upp,
eftir smá væl og vein sökk minni rótin að sjálfdáðum en stærri rótin ætlar ekki að sökkva á næstunni.
Þannig að ég varð að endurraða öllu og festa rótina niður með grjóti.
Fór svo í dýragarðinn og fann þar eina flotta rót í viðbót sem var ekki með neitt vesen og sökk strax.
Keypti líka 4 gúbbífiska sem eiga að koma flórunni af stað.
Það hefur náttúrulega enginn gaman að svona póst nema hafa myndir með svo að við setjum nokkrar
Svona var ég búinn að raða þessu upp áður en ég setti vatnið í og var nokkuð sáttur bara nema þarna vantar nýju rótina
Svona s.s. lítur það út núna og íbúarnir eru 4 gúbbíar sem hafa ca 400L af vatni að svamla í
Blái fiskurinn er sérinnfluttur frá danmörku ef einhver getur tegundargreint hann þá er hann snillingur
Endilega kommentiði á þetta hjá mér hvað má betur fara og svona
Það verða einhverjar lifandi plöntur þarna á næstunni
Mjög töff uppsetning , þú getur málað steinana sem halda undir búrið svarta með smá glans í, hef séð þannig og það er mjög töff
Tel að það mun taka langan tíma að fá flóruna upp í 400L búri með 4 litla gúbbí sem framleiða lítið sem ekkert bio load, væri betra að byrja bara á 1 - 2 pirana og bæta síðan rólega fleirum í þegar lengra er liðið
Til hamingju með að vera byrjaður á búrinu, það er alltaf skemmtilegt
Tel að það mun taka langan tíma að fá flóruna upp í 400L búri með 4 litla gúbbí sem framleiða lítið sem ekkert bio load, væri betra að byrja bara á 1 - 2 pirana og bæta síðan rólega fleirum í þegar lengra er liðið
Til hamingju með að vera byrjaður á búrinu, það er alltaf skemmtilegt
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Neinei ég á 2 tunnudælur sem ég á bara eftir að tengja, setti þessa dælu bara til að hafa smá hreyfingu á vatninu þangað til.ok, eitt sem ég sé.... er þetta eina dælan sem á að vera í búrinu? þessi litla á vinstri hliðinni?
Gömlu píranafiskarnir mínir þeir hökkuðu nú bara allar gerfiplöntur niður sem fóru í búrið já og alvöru líkaPíranafiskar eiga það til að enurinnrétta hjá sér gróður og flest sem er
ekki nægilega fast í mölinni, bara að segja þér af því Smile
Það er nú sennilega rétt hjá þér og þessvegna er ég að spá í að setja fleiri gotfiska þarna ofaní og ryksugur líka.Tel að það mun taka langan tíma að fá flóruna upp í 400L búri með 4 litla gúbbí sem framleiða lítið sem ekkert bio load, væri betra að byrja bara á 1 - 2 pirana og bæta síðan rólega fleirum í þegar lengra er liðið Smile
Mér liggur ekkert á svo ég ætla að leifa þessu að malla svona í dágóðann tíma, fá upp nokkur stk af seyðum og svona
Reyndar var nú einhvertíman pæling að gera vegg yfir búrið og losna þannig við allar skápapælingar, en við sjáum til
Það er aðeins að taka á sig betri mynd búrið.
Fékk soldinn javamosa hjá frænda mínum og skellti í búrið, (ég er samt að spá í að minnka hann soldið þetta varð fullmikið)
Fór svo í fiskabúr.is í dag og splæsti í 2 skalla og 1 eplasnigil.
Þannig að núna eru í búrinu
4 gúbbífiskar
2 ancistrur
2 skallar
1 eplasnigill
Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvort ég fái mér píranafiska aftur en þangað til verður það smá community
Last edited by stebbi on 06 Nov 2007, 20:48, edited 1 time in total.
Flott að setja mosan svona á ræturnar, hvernig festir þú hann ?, sé að það er komin tunnu dæla á búrið
Kv. Jökull
Dyralif.is
Dyralif.is
Re: Stebbabúr
blái fiskurinn er af tegundinni stérimar..... er sjálfur með eitt svona kvikindi í baðkarinu heimastebbi wrote:
Svona s.s. lítur það út núna og íbúarnir eru 4 gúbbíar sem hafa ca 400L af vatni að svamla í
Blái fiskurinn er sérinnfluttur frá danmörku ef einhver getur tegundargreint hann þá er hann snillingur
Jæja loksins í dag fjölgaði í búrinu, þó ekki mér að kenna heldur tók konan sig til og verslaði 10 fiska í jólapakkann minn
Littla sem ég varð hissa á að sjá hóp af börbum syndandi í búrinu þegar ég kom heim úr vinnunni, svo þegar ég skoða það betur þá koma 3 sverðdragar í ljós og 1 dverggúrami, þeir eru víst samt 2 en ég finn ekki nema einn.
Andri pogo reddaði henni víst, takk fyrir það
Littla sem ég varð hissa á að sjá hóp af börbum syndandi í búrinu þegar ég kom heim úr vinnunni, svo þegar ég skoða það betur þá koma 3 sverðdragar í ljós og 1 dverggúrami, þeir eru víst samt 2 en ég finn ekki nema einn.
Andri pogo reddaði henni víst, takk fyrir það
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
já verði þér að góðu, ég passaði mig að velja fallegustu fiskana í búðinnistebbi wrote:Jæja loksins í dag fjölgaði í búrinu, þó ekki mér að kenna heldur tók konan sig til og verslaði 10 fiska í jólapakkann minn
Littla sem ég varð hissa á að sjá hóp af börbum syndandi í búrinu þegar ég kom heim úr vinnunni, svo þegar ég skoða það betur þá koma 3 sverðdragar í ljós og 1 dverggúrami, þeir eru víst samt 2 en ég finn ekki nema einn.
Andri pogo reddaði henni víst, takk fyrir það