Þetta eru fiskar sem maður mælir ekki með að séu saman. Gullfiskarnir kroppa sjálfsagt í bardagafiskinn og hann gæti líka átt til að atast í þeim, sæérstaklega ef þeir eru hægfara eða með mikið slör.
Ýmislegt getur þó gengið í sæmilega stór búri.
Black molly og gullfiskar passa illa saman vegna þess að molly þarf helst háan hita (27-30°) en gullfiskurinn þolir þann hita illa.
Yfirleitt er best að hafa gullfiska bara með öðrum gullfiskum eða þá fiskum sem þola lægra hitastig nokkuð vel, td. platy.
Þú þarft ekkert að skipta út vatni frekar ef þú villt, bara ef þú villt að fiskarnir lifi sæmilegu lífi.
Loftdæla er fínasta græja en kemur þó ekki í veg fyrir að fiskarnir kúki í vatnið. Ég held að 10-15 lítrar á viku teljist ekki mikil vatnsskipti.
Regluleg vatnsskipti eru grunnurinn að góðu fiskabúri.