Brichardi og fl.?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Brichardi og fl.?

Post by Agnes Helga »

hehe, maður alltaf að skipta um skoðun í þessum fiskamálum enda er erfitt að ákveða hvað maður vill í rauninni..

en hvernig eru brichardi síklíður í hegðun? rosalega grimmar? er hægt að hafa e-h aðrar með þeim? Væri gaman að fá e-h smá upplýsingar um þær og eigin reynslu af þeim?

Langar einnig í yellow lab eða fiðrilda síklíður (Varla geta þær nokkuð verið saman í 120L?). Ef eitthver á þannig sem eru falar fyrir gott verð má hinn sami hafa samband við mig.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Brichardi er ljúfir fiskar.
Þeir eru þó þekktir fyrir að helga sér svæði og það er þeirra! Þeir verja sitt vel og ef koma seiði hika þeir ekki við að ráðast á hvað durg sem er.
Ég er með 325 ltr. búr, 4 brikka + 2 stálpuð seiði og þeir eiga ca 1/3 af búrinu.
Ég er ekki viss um að það myndi ganga hjá þér að hafa bland með brichardi í 120 ltr. búri.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Þetta verður étið upp til agna í 120 lítrum :) Brichardi eru harðir gaurar.
:twisted:
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Já, ég vildi bara smá svona um brichardi, þeir heilla mig mjög.. Langaði að heyra reynslusögur af þeim.

Ég var að sp. um yellow lad og fiðrildasíklíður hvort þær gætu verið saman?

Ég var buin að lesa það að brichardi væru að helga sér svæði og gætu helst ekki verið með svona ólíkum síklíðum í búri :)

ps. þegar ég les aftur yfir sé ég að þetta kom ekki eins út og ég var að meina. :lol:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Y. lab og fiðrildasikliður geta engan vegin verið saman, líklegra er að bricardi og Y. lab ættu samleið.
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Já, hélt það líka.. en ekki sakar að spyrja :D

Þarf maður ekki líka stærra en 120L f. y.lab og bri?
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply