Convictar Og Demasoni

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

Convictar Og Demasoni

Post by einar24 »

eruð þið með einhverja convicta til sölu ef þið eruð með þá hvað er verðið á þeim og hvað get ég fengið marga í 160 lítra búr og nákvæmlega sama spurning með demasoni verð og hversu marga og hversu stórir eru þeir
Einar24
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Convict er allstaðar til og kosta lítið.
Í 160 l getur þú haft par af fullorðum fiskum en kannski 2 pör af hálfstálpuðum, fleiri fiskar kalla á meira vesen.
Í 160 l mundi ég setja ekki færri en 10 og ekki fleiri en 20 demasoni.
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

Demasoni

Post by einar24 »

ertu með Demasoni í búðinni hjá þer núna en er eitthvað erfitt að vera með þá og hvað myndi stykkið kosta???
Einar24
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Demasoni er til í Fiskabur.is og kosta 1.990.-
Þetta eru frekar auðveldir fiskar þannig séð en þurfa sæmilegt pláss og nóg af felustöðum því þeir eru ansi ákveðnir hvor við annan.
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

Demasoni

Post by einar24 »

Ok kem til þín á laugardaginn og fæ mér nokkra Demasoni en hversu stórir eru þeir og ertu með einhverja svona hellla til sölu hjá þér eða á ég bara að búa mér til sjæalfur heim hversu margir eru í búðinni hjá þér og er auðvelt að fá þá til að hrygna???
Einar24
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þeir eru 4-6 cm og slatti til.
Best er fyrir þig að finna bara grjót á næsta holti og raða upp til að mynda hella og felustaði.
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

Demasoni

Post by einar24 »

en geturu komið með upplýsingar um ræktun á fiskinum?
Einar24
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Sýndu smá sjálfstæði og prófaðu allavega að googla svona hluti áður en þú spyrð að þeim. Töluvert fljótari að finna svar þannig líka, það er til hellingur af síðum sem fjalla um þennan fisk.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Demasoni eru mjög auðveldir í ræktun, ef þeir eru einu fiskarnir í búrinu þá er þetta lítið mál. Ef öll skilyrði eru góð þá hrygna þeir fljótlega, kerlingarnar geyma hrognin/seiðin í kjaftinu þar til þau eru orðin nógu stór til að bjarga sér. Demasoni eru ekki sérstaklega skæðir í að éta eigin seiði þannig ef nóg er af glufum og felustöðum í búrinu komast þau flest upp.
einar24
Posts: 69
Joined: 10 Oct 2007, 18:50
Location: Reykjavík

Demasoni

Post by einar24 »

Takk Kærlega
Einar24
Post Reply