Plexi vs gler búr - verðsamanburður

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Plexi vs gler búr - verðsamanburður

Post by keli »

Ég er að vinna í því að koma mér upp fiskabúrastæðu heima hjá mér, nokkur 110 lítra búr í einum rekka og með sameiginlegt filter kerfi.

Hringdi í hina þessa staði til þess að athuga með verð og þetta var niðurstaðan:
Búrið á að vera 84*40*35

Plexigler
Akron - 31,000
Plexigler ehf - 40.000
Fást - 19.000

Gler
Íspan - 4.500kr

Það skal taka fram að plexigler búrin myndi ég láta smíða fyrir mig en glerbúr myndi ég setja saman sjálfur og slípa sjálfur. Líklega einhver smá kostnaður þar sem ég myndi spara mér.


Þið getið kannski giskað á hvaða efni ég ætla að nota í þetta?
Last edited by keli on 01 Nov 2007, 18:09, edited 1 time in total.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

hvaða þykkt af plexý/gleri ætlaru að nota?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þeir vildu flestir nota 10mm.. Það var einhverjum 1-2þús ódýrara að nota 8mm.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Kostnaðurinn við að setja glerið saman væri bara silikon ef maður á allan annan búnað eins og Kíttis byssu, sandpappír og aukahlutir

Skil samt ekki þetta bilaðslega háa verð á plexi, trúi því ekki að það sé svona dýrt að búa þetta til

Gáðir þú ekki á verðinu bara fyrir plöturnar ?
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

ég hélt alltaf að plexý væri einmitt ódýrara efni en gler :?
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Já sama hér, myndi halda að það væri ódyrara í framleiðslu heldur en gler
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég athugaði ekki verðið á bara plötum.. Maður þarf að hafa ansi góð tól til þess að geta skorið plexí, þetta þarf að vera alveg þráðbeinn skurður og fínerí..
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég ath þetta einu sinni og bara efnið skorið niður í mál var 3x dýrara en glerið.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Þá vitið þið það. Gler er eitt alódýrasta byggingarefni sem til. Verðið á hráolíu er að fara yfir $100 og þá hækkar plexíið enn meir.
Ég myndi velja glerið þó verðin væru sambærileg, vegna þess að það mattast og rispast ekki eins auðveldlega og plexiglerið.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ég hélt einmitt að plexíið væri ódýrara og var þessvegna að skoða það. Er svosem næstum því sama hvort efnið þetta yrði, ég vil bara hafa þetta sem ódýrast þar sem þetta á bara að vera inní kompu hjá mér.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Þetta er skandall! Bullandi fákeppni og verðsamráð :!: :reiður: :lol:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bónusplexy ? :)
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvaða glerverksmiðjur eru annars á höfuðborgarsvæðinu? Eina sem ég veit um er íspan... Og þeir eru með einhvern alveg meeeega langan afgreiðslutíma.

Hvað notið þið?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

http://www.glerslipun.is/

svo er einhver hérna í hafnarfirði sem ég man ómögulega hvað heitir
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef alltaf verslað við Íspan og alveg alsáttur, góð þjónusta og viðmót þó maður sé jafnvel bara að versla eitt gler.
Afgreiðslutíminn hefur verið langur undanfarið, sjálfsagt sumartörnin, hlítur að hægast á þessu. Síðasta vetur fékk maður yfirleitt gler á 2-3 dögum.
Stephan
Posts: 311
Joined: 17 Oct 2006, 14:57
Location: Seljabraut 72 109 RVK

Post by Stephan »

Það er litill fyrirtækni i Moso Glertækni ; http://www.glertaekni.is/
Þú gétur profa þar kannski er þau sneggari :D
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Glerborg er í Hafnarfirði, Samverk á Hellu og PGV í Hafnarfirði/Akranesi.
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Oftast er biðtíminn fólginn í slípun á glerinu, þú getur alveg slept því að láta slípa glerið, gerir það bara sjálfur með sand pappír :P
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

true, það er fljótlegra en maður þorir að halda að slípa með sandpappír.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er ekkert mál að slípa sjálfur og heljarinnar sparnaður þar sem slípunin er stór hluti af verðinu.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þessi verð voru án slípunar. Ég hafði hugsað mér að slípa þetta bara með brýnistein eða einhverju svoleiðis.


Panta glerið á eftir, svo fæ ég það í næstu viku og get farið að smíða gúbbíeldi dauðans :P
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Post Reply