Hérna er það sem ég nota. Ég stilli hitastigið eftir tilfinningu minni fyrst, svo set ég þetta upp á blöndunartækið. Skrúfa frá og læt vatn fyrst renna í búrið til að fylla slönguna, skrúfa fyrir og tek kúplinguna frá.
Hengi U-beygjuna á salernisbrúnina og þá rennur vatn úr búrinu. Þegar nóg vatn er farið úr, þá lyfti ég U-beygjunni það hátt upp að það hætti að leka og fer með hana á blöndunartækin og skrúfa frá til að fylla búrið!
U-beygjuna keypti ég í Byko. Hún er af affallslöngu fyrir þvottavélar.
Beina rörið er úr Ámunni og var upphaflega notað til þess að ná rauðvíni upp úr bruggkút. Þar sem slangan kemur upp á það var einstefnuloki, þannig að maður stakk endanum ofan í kútinn og rauðvínið sat eftir í rörinu. Þetta var gert til þess að mæla sykurmagnið/alkóhólið í kútnum, svo maður færi ekki yfir 2,25.

Slanga með kúplingu á öðrum endanum sem fer upp á blöndunartæki
og beint rör á hinum endanum, sem fer í búrið og hægt er að "ryksuga" með.

Sturtuslangan skrúfast af blöndunartækjunum og tengið sett þar.

Tengi sem skrúfast upp á blöndunartæki.

Slangan með U-beygjunni komin á blöndunartækin.

U-beygjan farin af blöndunartækjunum og komin á salernisskálina.
Þarna sjáið þið ástæðuna fyrir því að ég nota U-beygju.