Fiskurinn bara kúkar og kúkar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Fiskurinn bara kúkar og kúkar
Hæ hæ, ég er alger græningi í fiskimálum en ákvað að það væri nú skárra að fá fiska heldur en hund fyrir dóttur mína. Við fórum því í Fiskó og fjárfestum í 30 ltr búri og síðar í fjórum fiskum þegar búrið var tilbúið.
Ég verð að viðurkenna fáfræði mína en ég veit ekkert hvort þessir fiskar kallast gullfiskar eða gúbbífiskar. Hef séð myndir af gúbbí hér á spjallinu og finnst okkar fiskar áþekkir bara með minni sporð. Treysti á að hér séu sérfræðingar sem þekki til. Þessir fiskar kosta 850 kr stk í Fiskó.
Allavega, núna er einn fiskurinn búinn að vera að kúka "ormum" síðan í gær og í botni búrsins eru komnir þónokkrir "ormar". Hann heldur sig til hlés og er ekki að synda mikið um. Hinir fiskarnir synda mikið um og ég hef sé þá (einn í einu) taka svona hálfgerða æðissundspretti þar sem þeir synda hratt og í kippum.
Hvað er að gerast í búrinu? Vona að einhver fyrirgefi mér græningjanum að setja þetta hér inn en ég væri alveg til í skýringar til að geta útskýrt fyrir dóttur minni hvað er að gerast.
Ég verð að viðurkenna fáfræði mína en ég veit ekkert hvort þessir fiskar kallast gullfiskar eða gúbbífiskar. Hef séð myndir af gúbbí hér á spjallinu og finnst okkar fiskar áþekkir bara með minni sporð. Treysti á að hér séu sérfræðingar sem þekki til. Þessir fiskar kosta 850 kr stk í Fiskó.
Allavega, núna er einn fiskurinn búinn að vera að kúka "ormum" síðan í gær og í botni búrsins eru komnir þónokkrir "ormar". Hann heldur sig til hlés og er ekki að synda mikið um. Hinir fiskarnir synda mikið um og ég hef sé þá (einn í einu) taka svona hálfgerða æðissundspretti þar sem þeir synda hratt og í kippum.
Hvað er að gerast í búrinu? Vona að einhver fyrirgefi mér græningjanum að setja þetta hér inn en ég væri alveg til í skýringar til að geta útskýrt fyrir dóttur minni hvað er að gerast.
Kv. Valakyrja
þetta eru sennilega gullfiskar og kúkavesenið er líklega af því að fiskarnir fá allt of mikið að éta og sennilega er þessi gráðugri en hinir.
Meltingavegur sumra gullfiska er mjög stuttur og því nýta þeir fæðuna illa.
Því getur verið ágætt að gefa gullfiskum 2-3x á dag en mjög lítið í einu, bara 2-3 flögur á fisk.
Meltingavegur sumra gullfiska er mjög stuttur og því nýta þeir fæðuna illa.
Því getur verið ágætt að gefa gullfiskum 2-3x á dag en mjög lítið í einu, bara 2-3 flögur á fisk.
Aha.... þetta úrskýrir málið, dóttirin búin að vera aðeins of "gröð" í að gefa þeim að borða. Þetta hafa verið aaaðeins fleiri en 2-3 flögur á fisk verður að viðurkennast (hóst).
Borgar sig ekki að hreinsa upp kúkinn?
Fiskurinn er orðinn hressari núna sýnist mér, hættur að híma út í horni upp við yfirborð.
Kærar þakkir fyrir svarið.
Borgar sig ekki að hreinsa upp kúkinn?
Fiskurinn er orðinn hressari núna sýnist mér, hættur að híma út í horni upp við yfirborð.
Kærar þakkir fyrir svarið.
Kv. Valakyrja
Það verður líka að passa vel að gefa ekki of mikið útaf því að vatnsgæðin eru fljót að verða slæm ef gefið er mikið, sérstaklega í svona litlu búri.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Jæja, það fór nú svo að blessaður "kúkalabbinn" datt niður og dó, lá bara á botni búrsins í kvöld þegar við komum heim. Hann var búinn að híma einn út í horni upp við yfirborð undanfarna daga, ég hélt að hann væri jafnvel fórnarlamb eineltis því hinir þrír synda bara um og leika sér. Þrátt fyrir einsemdina hafði Gulla gullfiskur borðað matinn, síðast í morgun en var vissulega ekki sú sprækasta í því.
Jarðarför verður á morgun, eða gróðursetning eins dóttirin 6 ára segir.
Ég skipti í kvöld um síu í dælunni, hún var orðin vel skítug. Skipti líka um ca 10% af vatninu.
Einhver ráð eða útskýringar fyrir grænjaxl sem var að missa fyrsta fiskinn sinn?
Jarðarför verður á morgun, eða gróðursetning eins dóttirin 6 ára segir.
Ég skipti í kvöld um síu í dælunni, hún var orðin vel skítug. Skipti líka um ca 10% af vatninu.
Einhver ráð eða útskýringar fyrir grænjaxl sem var að missa fyrsta fiskinn sinn?
Kv. Valakyrja
- Andri Pogo
- Posts: 5003
- Joined: 26 Mar 2007, 17:58
- Contact:
Vá maður, það á ekki af okkur mæðgum að ganga í þessu fiskahaldi . Annar fiskur dauður! Sá sporðbrotnaði á einhvern óþekktan hátt eftir að það bættist einn fiskur í viðbót við í búrið. Hann bar sig mjög illa með sporðin svona ónothæfan og náði ekkert að synda um. Var þó búinn að fatta að ef hann synti á bakvið dæluna þá gat hann verið þar og haldist kjurr og þurfti ekki að hreyfa sig. Hann náði ekki að bera sig eftir fæðunni. En hann drapst semsé í nótt blessaður. "Mamma mamma, hann er bara með opinn munninn og hreyfir sig ekki! Hann er dauður!" galaði sex ára dóttir mín í morgun þegar hún kannaði ástandið í búrinu.
ÉG hef nýja fiskinn grunaðan um græsku, hann er sömu gerðar en nokkuð stærri (gullfiskar semsé) og hann á það til að vera með læti og gassagang finnst mér. Getur verið að hann hafi ráðist á þann litla og bitið hann? Ég meina, ekki detta fiskar á sporðinn þannig að hann brotnar!
ÉG hef nýja fiskinn grunaðan um græsku, hann er sömu gerðar en nokkuð stærri (gullfiskar semsé) og hann á það til að vera með læti og gassagang finnst mér. Getur verið að hann hafi ráðist á þann litla og bitið hann? Ég meina, ekki detta fiskar á sporðinn þannig að hann brotnar!
Kv. Valakyrja
Bakteríusýking segir þú, þarf ég þá að hafa áhyggjur af hinum fiskunum í búrinu (þeir eru þrír núna)?
Það vantar einhversstaðar svona imbaupplýsingar fyrir okkur nýliðana sko. Maður er með fullt af spurningum varðandi grunnatriðin sem ykkur finnast sjálfsagðar. Dæmi:
Þarf maður að hreinsa búr með dælu (sem er auk þess með síu í)?
Hvað þarf að skipta oft um síu í dælunni?
Er eðlilegt að brún slikja komi á "úttakið" á dælunni?
Má dýfa hendi/putta ofan í búrið? (Dóttirin í því að biðja um það og eflaust stolist til þess).
Sé að það er að myndast "móða" á búrinu, það er ekki eins "tært" og í upphafi, hvernig hreinsar maður það?
Er mikilvægt að gefa alltaf á sama tíma?
Svona þriggja daga fóður, hvað er hver kubbur áætlaður fyrir marga fiska?
Má setja hvað sem er ofan í búrið, sé t.d. á myndum hjá ykkur blómapotta og fleira. Hvernig þarf að hreinsa svona gripi áður en þeir fara í búrið?
Svona spyrja nýgræðingar, spurning um svona nýliðaþráð hérna sem sem snillingarnar ausa úr viskubrunnum sínum.
Það vantar einhversstaðar svona imbaupplýsingar fyrir okkur nýliðana sko. Maður er með fullt af spurningum varðandi grunnatriðin sem ykkur finnast sjálfsagðar. Dæmi:
Þarf maður að hreinsa búr með dælu (sem er auk þess með síu í)?
Hvað þarf að skipta oft um síu í dælunni?
Er eðlilegt að brún slikja komi á "úttakið" á dælunni?
Má dýfa hendi/putta ofan í búrið? (Dóttirin í því að biðja um það og eflaust stolist til þess).
Sé að það er að myndast "móða" á búrinu, það er ekki eins "tært" og í upphafi, hvernig hreinsar maður það?
Er mikilvægt að gefa alltaf á sama tíma?
Svona þriggja daga fóður, hvað er hver kubbur áætlaður fyrir marga fiska?
Má setja hvað sem er ofan í búrið, sé t.d. á myndum hjá ykkur blómapotta og fleira. Hvernig þarf að hreinsa svona gripi áður en þeir fara í búrið?
Svona spyrja nýgræðingar, spurning um svona nýliðaþráð hérna sem sem snillingarnar ausa úr viskubrunnum sínum.
Kv. Valakyrja
Ég er nú nýgræðingur líka... en þetta veit ég:
EKKI nota þriggja daga fóður. Ég drap alla fiskana okkar (nema 2) með svona fóðri. Ég hef farið í burtu í 5 daga án þess að gefa, og öllum leið vel þegar ég kom til baka. Gullfiskarnir voru samt best haldnir.
Já, það þarf að skipta um ca 30-50% af vatninu á viku fresti. Þannig færðu "móðuna" í burtu, auk þess sem eitruð úrgangsefni hlaðast annars upp í búrinu.
Já, það þarf að skoða síuna í dælunni. Ég geri það ca á 14 daga fresti, hef ekki hugmynd hvort það þurfi að gera það oftar - sjaldnar.
Ég gef oftast á svipuðum tíma. Oftast 2x á dag. Veit ekki hvort það skiptir máli. Öll dýr fá bara að borða um kvöldmatarleyti hér.
Já, það má setja hendina ofaní, en það er ekki æskilegt.
a. Það geta verið sápuleyfar og þess háttar mengandi/eitruð efni á höndunum okkar
b. Í fiskabúrum getur þrifist hættulegt baktería, baktería sem er náskyld manna berklabakteríu og hún getur sest í sár/skurfur og valdið mjög svæsinni sýkingu undir húð. Það er sjaldgæft, en ég þekki til svona dæmis.
Ég leyfi mínum krökkum aldrei að sulla í fiskabúrinu, bæði út af þessu auk þess er það stressandi fyrir fiskana.
Ég held að það megi setja flest alla náttúrulega hluti ofaní búr, bara skola vel með sjóðandi heitu vatni fyrst. En ekkert sem getur látið lit, s.s. eins og eitthvað plast-skraut.
annars er ég enginn sérfræðingur...
EKKI nota þriggja daga fóður. Ég drap alla fiskana okkar (nema 2) með svona fóðri. Ég hef farið í burtu í 5 daga án þess að gefa, og öllum leið vel þegar ég kom til baka. Gullfiskarnir voru samt best haldnir.
Já, það þarf að skipta um ca 30-50% af vatninu á viku fresti. Þannig færðu "móðuna" í burtu, auk þess sem eitruð úrgangsefni hlaðast annars upp í búrinu.
Já, það þarf að skoða síuna í dælunni. Ég geri það ca á 14 daga fresti, hef ekki hugmynd hvort það þurfi að gera það oftar - sjaldnar.
Ég gef oftast á svipuðum tíma. Oftast 2x á dag. Veit ekki hvort það skiptir máli. Öll dýr fá bara að borða um kvöldmatarleyti hér.
Já, það má setja hendina ofaní, en það er ekki æskilegt.
a. Það geta verið sápuleyfar og þess háttar mengandi/eitruð efni á höndunum okkar
b. Í fiskabúrum getur þrifist hættulegt baktería, baktería sem er náskyld manna berklabakteríu og hún getur sest í sár/skurfur og valdið mjög svæsinni sýkingu undir húð. Það er sjaldgæft, en ég þekki til svona dæmis.
Ég leyfi mínum krökkum aldrei að sulla í fiskabúrinu, bæði út af þessu auk þess er það stressandi fyrir fiskana.
Ég held að það megi setja flest alla náttúrulega hluti ofaní búr, bara skola vel með sjóðandi heitu vatni fyrst. En ekkert sem getur látið lit, s.s. eins og eitthvað plast-skraut.
annars er ég enginn sérfræðingur...
Þessu hefur flestu verið svarað oftar en einu sinni hér á spjallinu.valkyrja wrote:Bakteríusýking segir þú, þarf ég þá að hafa áhyggjur af hinum fiskunum í búrinu (þeir eru þrír núna)?
Þarf maður að hreinsa búr með dælu (sem er auk þess með síu í)?
Hvað þarf að skipta oft um síu í dælunni?
Er eðlilegt að brún slikja komi á "úttakið" á dælunni?
Má dýfa hendi/putta ofan í búrið? (Dóttirin í því að biðja um það og eflaust stolist til þess).
Sé að það er að myndast "móða" á búrinu, það er ekki eins "tært" og í upphafi, hvernig hreinsar maður það?
Er mikilvægt að gefa alltaf á sama tíma?
Svona þriggja daga fóður, hvað er hver kubbur áætlaður fyrir marga fiska?
Má setja hvað sem er ofan í búrið, sé t.d. á myndum hjá ykkur blómapotta og fleira. Hvernig þarf að hreinsa svona gripi áður en þeir fara í búrið?
Svona spyrja nýgræðingar, spurning um svona nýliðaþráð hérna sem sem snillingarnar ausa úr viskubrunnum sínum.
Það gæti verið gott fyrir þig að lesa nokkra þræði td.
í Aðstoð flokknum hér á spjallinu.
Ef um sýkingu er að ræða getur verið að hinir fiskarnir séu í hættu. Þó er ekkert hægt að segja um það svona í gegnum netið.
Það þarf að hreinsa öll búr og allar dælur og tíminn milli þrifa er ansi misjafn eftir stærð, fóðrun og fjölda fiska.
Brún slikja er væntanlega þörungur.
Það má dýfa öllum útlimum í fiskabúr, bara passa að sápa eða annað komist ekki í vatnið.
Ef búrið er ekki tært gæti dælan verið að sleppa vatni ósíuðu í gegn eða fiskarnir fóðraðir og mikið, þá gruggast vatnið oft af skít.
Það er ekki nauðsynlegt að gefa alltaf á sama tíma.
Það er erfitt að segja eitthvað um þriggja daga fóðrið með ekki meiri upplýsingar en að það sé þriggja daga fóður, sennilega endist það þó þúsund fiskum í 3 daga því flestir hefðbundnir búrfiskar þola vel svelti í 3 daga.
Það má ekki setja hvað sem er í fiskabúr en leirblómapottar oþh eru oftast í lagi ef skolað er með heitu vatni.
Í framtíðinni er svo sjálfsagt betra að koma með færri spurningar í einu og nánari upplýsingar í tengslum við það sem spurt er um.