hvernig á ég að þrífa fiskabúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jaguarinn
Posts: 1141
Joined: 20 Oct 2007, 16:07

hvernig á ég að þrífa fiskabúr

Post by Jaguarinn »

hæhæhæ ég ætla kanski að kaupa fiskabúr sem er 160 l það eru hvítar rendur í búrinu hvernig þríf ég þær
:)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

eru þessar rendur á glerinu? innanverðu? Það er sennilega bara best að bleyta þetta og skafa af með glersköfu, beinu hnífsblaði eða einhverju þannig.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þetta er kalk, getur notað bara klósetthreinsi einhvern ef þú passar að skola búrið *mjög* vel eftir það. Það eru líka til spes kalkhreinsar sem eru líklega ekki alveg jafn mikið eitur :)
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Bleyta með volgu vatni og hamast á þessu með stálull virkar fínt hjá mér.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Ég hef enga trú á því að þetta sé kalk. Íslenskt vatn er ekki mjög kalkríkt.
Ég segi kísill er það heillin og trúlega er stálullinn bara ágæt. En rispar hún ekki glerið? Ég held að það sé til plastull líka.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Maður færi varla að segja að stálullin virkaði fínt ef hún rispaði glerið :wink:
Stálullin rispar ekki glerið og virkar fínt á svona lagað, bara að passa að nota ekki pottastálull sem inniheldur sápu.
Þetta geta bæði verið kísil eða kalk útfellingar, kalkið kemur ef skeljasandur eða skeljar hafa verið í búrinu.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

nota fínustu ullina 000 eða 00 er merkingin sem þú vilt
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply