Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum
Moderators: Elma , Vargur , Andri Pogo , keli
Squinchy
Posts: 3298 Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk
Post
by Squinchy » 06 Nov 2007, 21:55
Var að næla mér í svona krabbakjöt
Er einhver hérna sem hefur prufað þetta og eitthvað um þetta að segja ?
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 06 Nov 2007, 21:59
Mér hefði aldrei dottið þetta í hug! Ég á svona í frystinum hjá mér og nota oft í fiskisúpu.
Segðu frá hvernig þessu verður tekið.
jeg
Posts: 701 Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:
Post
by jeg » 06 Nov 2007, 22:08
Þetta er eftirlíking af krabbakjöti.
Ekki alvöru krabbakjöt.
Rodor
Posts: 935 Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík
Post
by Rodor » 06 Nov 2007, 22:43
Ég prófaði þetta og þeir voru ekkert hrifnir.
Væri ekki hægt að fá uppskriftina að krabbasúpunni Ásta. Ég verð eitthvað að gera við krabbakjötið
keli
Posts: 5946 Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:
Post
by keli » 06 Nov 2007, 22:49
Ég er með þetta í hakkinu sem ég gef fiskunum mínum. Þeir eru sjúkir í þetta hvort sem þetta sé eintómt eða í einhverju öðru.
Rodor
Posts: 935 Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík
Post
by Rodor » 06 Nov 2007, 22:55
Gefurðu þeim þetta frosið?
Hverskonar hakk gefurðu?
keli
Posts: 5946 Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:
Post
by keli » 06 Nov 2007, 23:06
Ég hakka saman allan þann fisk sem ég á, ásamt frosnum grænum baunum, nautahjarta, hvítlauk og vítamíndropum og gef öðru hvoru
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 06 Nov 2007, 23:23
Rodor wrote: Ég prófaði þetta og þeir voru ekkert hrifnir.
Væri ekki hægt að fá uppskriftina að krabbasúpunni Ásta. Ég verð eitthvað að gera við krabbakjötið
Nota aldrei uppskrift. Oftast er nota ég eitthvað frosið dót s.s. þetta krabbakjöt, rækjur svo er hægt að fá svona bland í poka og svo eitthvað grænmeti sem ég á í ísskápnum.
Bráðsniðugt að nota t.d. tæra Maggi grænmetissúpu sem grunn eða hvað sem manni þykir gott. Svo bara kryddar maður eftir smekk.
Kemur með æfingunni
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 06 Nov 2007, 23:25
Hljómar svipað og hakkið hjá Kela.
Ásta
Posts: 5780 Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:
Post
by Ásta » 06 Nov 2007, 23:26
HAHAHAHAHAHA, Vargur, ég býð þér fljótlega í mat!