Rómantískt fiskabúr :)

Búrasmíði, bakgrunnar, lok osf

Moderators: Vargur, keli, Squinchy

User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Rómantískt fiskabúr :)

Post by Andri Pogo »

Jæja undanfarna daga hef ég verið sveittur við smíðar á nýju búri heima við. Ég átti eitt búr í bílskúrnum sem ég var hættur að nota og var að fara að losa mig við það.

Mig er búið að langa í eitt lítið búr heima undir gróður og smáfiska en þar sem ég fann engan stað, datt mér snjallræði í hug. :idea:
Ég ákvað að smíða rúmgafl með innbyggðu fiskabúri.©
Búrið sem ég átti í skúrnum var 140x20x20, langt og mjótt og hentaði mjög vel í rúmgaflinn.
Frúnni leist ekkert svakalega vel á hugmyndina til að byrja með, enda þyrfti að vanda vel til verka. Þetta gæti komið mjög vel út... eða mjög illa.

Búrinu var komið fyrir í gær og vatn og fiskar fóru í það.

Enn á ég eftir að saga toppinn, opnanlegan hlera og lakka rúmgaflinn en að öðru leiti er þetta nokkuð tilbúið.

Grindin er sett saman úr hefðbundnum milliveggjarspýtum og klædd með krossvið. Krossviðurinn verður til að byrja með lakkaður í eikarlit en hugsanlega klæddur með eik seinna.
Búrið er 140x20x20 og rúmar u.þ.b. 50L, bakhlið máluð blá.
Hreinsibúnaður er lítil Rena dæla sem dælir 300l/klst en þar sem búrið er svo langt er lítil hreyfing í hinum enda búrsins.
Lýsing kemur frá 28W flúrperu og verður bara gervigróður til að byrja með.
Það fóru rúmlega 20 fiskar í búrið í gær, tegundir eru:
Kardinálatetrur
Hvítar svarttetrur
Venusarfiskar
Zebradanio
Rósabarbar
Gúbbýkallar
Kínversk glersuga
og einn eineygður albino bláhákarl sem fær að stækka aðeins í búrinu.

ég er ekki með neinar myndir í tölvunni en þær koma fljótlega :)
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Vó! Þetta hljómar aldeilis spennandi...
Inga getur þá sleppt Andrésblaðinu og horft á fiskana í staðinn :P

Hlakka til að sjá myndir af þessu.
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

PICS! :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Hérna eru nokkrar myndir

Grindin komin upp og búrið mátað:
Image

Image

Bak og hliðar klæddar:
Image

Smá hugmynd um hvernig þetta lítur svo út, en athugið að ég á eftir að saga toppplötuna til og festa og það mun ekki sjást í ljós fyrir ofan vatnið eða við hliðiná, platan fyrir ofan búrið er bráðabirgða þangað til ég hef tíma til að saga rétta plötu og litlar plötur við enda búrsins.
Image

og nokkrar af fiskum:
Image

Image

Image

Image
-Andri
695-4495

Image
Kristín F.
Posts: 158
Joined: 02 Apr 2007, 17:08

Post by Kristín F. »

þetta er alger snilld hjá þér Andri :)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Er með hugmynd um DIY hreinsibúnað fyrir þetta búr, kem með teikningu ef þú hefur áhuga
Kv. Jökull
Dyralif.is
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

jájá endilega, þessi litla dæla er svosem ágæt en ekkert sérstaklega falleg.
það var bara nr. 1 2 & 3 að þetta væri hljóðlátt, sem þessi litla dæla er.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

Þetta verðu huggó.
:góður:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Snillingur ertu 8)
User avatar
Squinchy
Posts: 3298
Joined: 24 Jan 2007, 18:28
Location: Rvk

Post by Squinchy »

Það sem mér datt í hug væri að setja einhvern bakka sem myndi passa fyrir ofan búrið, og setja filter efni í hann, síðan hafa bulkhead á hliðinni á honum þar sem PVC er tengt við og leitt niður í svona spray bar, síðan bara hafa góðan powerhead til að dæla upp í bakkan

Image
Kv. Jökull
Dyralif.is
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Ásta wrote:Vó! Þetta hljómar aldeilis spennandi...
Inga getur þá sleppt Andrésblaðinu og horft á fiskana í staðinn :P

Hlakka til að sjá myndir af þessu.
hahaha ég er orðin svo leið á blöðunum þannig að þetta er fínt :lol:
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

djöfull lýst mér vel á þig!
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Þetta er bara stórsniðugt búr og skemmtileg stærð svona ílangt.
Frábær :idea:
User avatar
Anna
Posts: 232
Joined: 23 Jul 2007, 22:33
Location: Reykjavík

Post by Anna »

Þetta er flott. En ég mundi ekki þora að hossa mér mikið í þessu rúmi... :hehe:

Er búið að gera stöðugleikaprófun á rúminu með gaflinum á og vatn í búrinu? :ojee:
Tappi
Posts: 92
Joined: 24 Aug 2007, 14:10
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Tappi »

Vá ....... þetta er geggjað hjá þér.
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

Anna wrote:Þetta er flott. En ég mundi ekki þora að hossa mér mikið í þessu rúmi... :hehe:

Er búið að gera stöðugleikaprófun á rúminu með gaflinum á og vatn í búrinu? :ojee:
hahahahaah :lol: hvaðahvaða..hvað er betra en vatnsgusur í hita leiksins :lol:
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

jáá.. gott til að kæla aðeins og fá sér einn vatnsopa eða tvo ef of mikill hiti skildi verða ;) :lol:
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er svo nákvæmlega smíðað hjá mér að plöturnar liggja þéttingsfast við búrið, ef það myndi hristast myndi ekki leka framhjá :P
en svona grínlaust þá auðvitað þurfti maður að gera þetta "hristhelt" og ég boraði grindina fasta við vegginn og tók botngrindina undan rúminu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Inga hefur nú sent mér formlega beiðni um að skipta út öllum smáfiskunum fyrir gullfiska og er ég að velta því fyrir mér :P
Skil það svosem alveg, þessir litlu sjást ekkert rosalega vel og eru ekki jafn áberandi litríkir og gullfiskarnir.
(Svo er ég þá líka kominn með ástæðu fyrir öðru búri þar sem það eru nokkrir smáfiskar sem mig langar að eiga sem geta ekki verið í stóra búrinu mínu)
-Andri
695-4495

Image
Inga Þóran
Posts: 1482
Joined: 20 May 2007, 01:16
Location: rvk

Post by Inga Þóran »

*hef líka beðið þig formlega um að fá þér nýjan avatar bjáni* :D
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Andri Pogo wrote:þetta er svo nákvæmlega smíðað hjá mér að plöturnar liggja þéttingsfast við búrið, ef það myndi hristast myndi ekki leka framhjá :P
en svona grínlaust þá auðvitað þurfti maður að gera þetta "hristhelt" og ég boraði grindina fasta við vegginn og tók botngrindina undan rúminu.
Þegar þú ert með þetta svona fast við vegginn, hvað gerist með búrið ef við fáum nýjan suðurlandskjálfta?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Inga Þóran wrote:*hef líka beðið þig formlega um að fá þér nýjan avatar bjáni* :D
Hahahahahahaha Inga, þú ert æði!

Ég held það gæti komið vel út að hafa gullfiska í þessu búri, það eru til margir fallegir litir og fallegir sporðar og uggar.
Í guðanna bænum bara ekki fá þér svona með augu sem ná langt út eða einhvern sem lítur út fyrir að vera að blása tyggjókúlur, þeir eru svo UGLY!! (finnst mér)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

já það fer enginn svoleiðis hroðbjóður inná mitt heimili :P

við fengum þessa 2 í gær með búri sem ég keypti og þeir fara í búrið, svo líklega aðeins fleiri.

Búrinn að tæma búrið, setja alla smáfiskana í nýtt búr með lyfjum og hitara.

Þarf ekki að gera einhverjar ráðstafanir við búrið áður en gullfiskarnir fara í það svo þeir smitist ekki af hvítblettunum. Ég ætlaði að setja heitt vatn í það og salt. Færa fiskana svo í það þegar vatnið hefur kólnað...?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

gleymdi að setja myndina af gullfiskunum með... það vantar Edit/Breyta takkana í nýjustu flokkana.

Image
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég veit bara eiginlega ekki neitt um gullfiska, man bara að þeir nota aðeins kaldara vatn en aðrir.
Ég held að fiskafélagið Skrautfiskur eigi bók um gullfiska, um að gera að fá hana lánaða :wink:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Inga Þóran wrote:*hef líka beðið þig formlega um að fá þér nýjan avatar bjáni* :D
Þetta er fínt, ég er alveg dáleiddur yfir þessu. :P
User avatar
~*Vigdís*~
Posts: 525
Joined: 20 Sep 2006, 19:03
Location: Úthverfi dauðans Aldur: 30ára
Contact:

Post by ~*Vigdís*~ »

Veit ekki hvort ég er meira dáleidd yfir
Linsey hjá Andra eða hænutöffaranum hjá squincy :lol:
Image
User avatar
Kitty
Posts: 581
Joined: 06 Jul 2007, 16:36
Contact:

Post by Kitty »

Vá hvað þessi rúmgafl er mikili snilldar hugmynd :!: :!: Mikið er gaman að sjá hvað fólk hér er hugmyndaríkt, frumlegt,framkvæmdaglatt og ótrúlega laghent :D
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Jæja þá er þetta orðið gullfiskabúr.
Skelltum þessum 2 stóru í um daginn og höfum nú bætt við 6 litlum við.

smá tættir eftir dvölina í 720l búrinu
Image

Image

og heildarmynd:
Image
Last edited by Andri Pogo on 16 Nov 2007, 21:35, edited 1 time in total.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
jeg
Posts: 701
Joined: 30 Aug 2007, 22:58
Location: Hrútafjörður
Contact:

Post by jeg »

humm það sjást bara 2 myndir :roll:
Post Reply