Vargskompa

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Vargskompa

Post by Vargur »

Jæja verður maður ekki að sýna athvarfið eins og Keli og forsetinn.
Kompan mín er ekki nema 1.5 m2 en þó eru þar 900 lítrar af vatni.
Breiddin á kompunni er 90 cm og á veggjunum báðum megin eru alls 7 búr sem eru 60-200 lítar og eru tvö þeirra tvískipt.

Image

Image

Image
Plássið er ekki nóg til að taka heildarmynd nema standa frammi á gangi. :)

Image
60 l guppy búr og dolla fyrir humra.

Image
200 lítra tvískipt sverðdragarabúr.

Image
130 l uppeldisbúr, er með 2 svona.

Image
180 lítra tvískipt búr

Image
130 lítar Monster búrið, maður verður að vera með monsterbúr eins og Andri, sama tegund og allt. :D Reyndar tómt núna. Ég er með tvö svona búr.
User avatar
Rodor
Posts: 935
Joined: 29 Dec 2006, 13:39
Location: Reykjavík

Post by Rodor »

Eru þetta ekki uppeldisbúr hjá þér?
Er það ein loftdæla sem knýr loftið í öll búrin?
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

þetta er glæsilegt og vel nýttir fermetranir, já eða fermetrinn...
en það þýðir ekkert að vera með tómt monsterbúr :P
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Þetta eru bæði uppeldis og ræktunarbúr, reyndar eru öll búrin hálftóm því ég hef ekkert sinnt þessu undanfarið en ætla að fara að setja skurk í ræktina núna.

Það er ein loftdæla sem dælir í öll búrin, Rena 400 og hún dugar fínt í það.
Svo eru dælur í öllum búrum, aðallega Eheim Aquaball en það eru að mínu mati langbestu litlu dælurnar.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Ágætis nýting að koma 900 lítrum fyrir... Ég er bara með um 360 lítra í rekkanum mínum :)


Drífa svo í að fylla þessi búr, setja einhverja sniðuga ræktun og uppeldi í gang.


Ég kann líka einmitt mjög vel við aquaball.. Þær eru bara aðeins í dýrari kantinum... Er dýraríkið ekki eina búðin sem selur þær?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Já ég þarf að fara að fylla þetta, þetta gengur ekki, í sumarbyrjun voru öll búr stútfull en svo hef ég ekkert hirt nein seiði síðan þá.

Aquaball held ég að fáist bara í Dýraríkinu en gætu líka leynst í Dýragarðinum, Þetta eru snilldardælur, hægt að snúa hausnum á alla kanta og stilla kraftinn, svamparnir stíflast líka ekki við inntakið eins og á mörgum öðrum dælum og engin hætta er á að seiði sogist inn í dæluna.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Nokkrar myndir af fiskunum.

Image
Kuðungasikliðumamma passar seiði í kuðungnum, í kringum hana má sjá eldri seiði.

Image Image
Sverðdragarapabbi og kerlur sem ég rækta undan.

Image Image
Ungur gubby kk og eldri kvk.

Image
Seglmolly kk.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

ég vildi að ég hefði tíma fyrir svona mikið fiskastúss :) glæsileg aðstaða hjá þér :D
Post Reply