Matur fyrir hákarl

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Matur fyrir hákarl

Post by Sirius Black »

Fékk mér einn bláhákarl á mánudaginn og hefur hann ekkert étið, hann kíkti aðeins upp í morgun og skoðaði matinn en borðaði ekkert. Og var ég því að spá hvort að hann borðaði eitthvað annað en hinir fiskarnir en ég er að gefa þeim Tetra Min (flake food for all tropical fish). Var búin að heyra að þeir þyrftu smá tíma til að aðlagast en samt hef ég smá áhyggjur af honum, þar sem að hann hefur ekkert borðað í tvo daga :roll:
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Re: Matur fyrir hákarl

Post by Vargur »

Sirius Black wrote:Var búin að heyra að þeir þyrftu smá tíma til að aðlagast en samt hef ég smá áhyggjur af honum, þar sem að hann hefur ekkert borðað í tvo daga :roll:
Gefðu honum tíma, 2 dagar er ekki neitt.
Alls ekki vera að gefa honum ef hann ekki, það gerir bara illt verra að skilja eftir óétið fóður í búrinu.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Matur fyrir hákarl

Post by Sirius Black »

Vargur wrote:
Sirius Black wrote:Var búin að heyra að þeir þyrftu smá tíma til að aðlagast en samt hef ég smá áhyggjur af honum, þar sem að hann hefur ekkert borðað í tvo daga :roll:
Gefðu honum tíma, 2 dagar er ekki neitt.
Alls ekki vera að gefa honum ef hann ekki, það gerir bara illt verra að skilja eftir óétið fóður í búrinu.
Ok :) hélt kannski að hann yrði bara hungurmorða eftir nokkar daga :P . En já þá ætla ég ekkert að vera að standa í að reyna að gefa honum strax :) hann bara fær sér þegar hann er tilbúinn er það ekki?
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja núna er komin vika og hann hefur ekki snert matinn neitt :roll: Ætti hann ekki að vera búinn að venjast staðnum eitthvað og farinn að éta eftir þetta langan tíma eða tekur þetta svona rosalegan tíma hjá þeim?
200L Green terror búr
User avatar
Piranhinn
Posts: 917
Joined: 22 Apr 2007, 15:55
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Post by Piranhinn »

Ég segi allavega að hann eigi eftir að éta fljótlega, ef hann
hefur ekki nú þegar verið að narta í einhvern mat, sem að
er alveg mögulegt.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Jæja litla greyið dó í kvöld :cry: var ekkert búinn að borða að ég held í næstum því 2 vikur. Varð bara hreyfingarlaus þó að fiskar væru utan í honum og færðum við hann úr búrinu í lítinn dall og reyndum að gefa honum eitthvað að borða, hann borðaði eitthvað smá en svo næstu sekúndu var hann dauður :(
200L Green terror búr
Post Reply