Sumir fiskar hjá mér synda oft upp og niður í sífellu. Ég er að velta því fyrir mér hvort þessi hegðun sé hjá hængum sem eru að leita sér að hrygnu.
Þessi hugmynd kom upp í hugann í kvöld þegar ég sá Borleyi hænginn hegða sér svona í fyrsta skipti. Hrygnan drapst nefnilega í dag. Ég minnist þess ekki að mínir fiskar hafi synt svona þegar bæði kynin hafa verið í saman í búri. Ég er með tvær Red Zebra síkliður, sem aldrei hafa hrygnt og reikna ég með að þetta séu tveir hængar. Þeir hafa hvor um sig oft synt svona upp og niður í sífellu.
Hvað segið þið hin um þetta?
Um hegðun fiska
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Re: Um hegðun fiska
HUgsa a' þau séu bara að leita að stað til að hrygna. En t.d. gullfiskarnir mínir þeir fara alltaf niður á botn og éta steinan og spíta þeim svo aftur út úr sér.
Gullfiskar eru svó ógáfaðir að þeir halda sennilegast að þetta sé matur eða eithvað slíkt.
Gullfiskar eru svó ógáfaðir að þeir halda sennilegast að þetta sé matur eða eithvað slíkt.